Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Er ekki alltaf hægt að bæta við sig blómum ;o)

Já hver segir alltaf þessa skemmtilegu setningu Cool ætla ekki að viðhafa fleiri orð um það en viðkomandi má alveg gefa sig fram LoL

Það hefur jú bætst við hrossafjöldann hjá okkur og það jú alveg óvart Halo

Mér bauðst að kaupa hryssu, fædda í fyrra, í uppáhaldslitnum mínum og eftir að hafa séð hana gat ég ekki sagt nei InLove

 

 

 

Sæla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún heitir Sæladís og er frá Ásgarði. Hún er undan Hróksdótturinni Sokkudís og Stálasyninum Stæl frá Neðra-Seli. Stæll er með byggingaeinkun uppá 8.28.

Svo er Stæll undan Spætu frá Hólum og FF hennar er Asi frá Brimnesi sem Lýsan okkar er undan Smile og móðir Spætu er Kría frá Lækjarmóti sem hann Karri frá Neðra-Seli er undan, pabbi hennar Ránar okkar Wink Hehhehe heimurinn getur líka verið lítill í hestaheiminum. Bara smá flókið.

 

Síðan var ég að auglýsa mertryppi fyrir vinkonu mína fyrir norðan, en þegar myndir bárust af þessu mertryppi þá var var ákveðið að eignast það í sameiningu við afa og ömmu Wink

 

Drift Kopie_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún heitir Drift frá Litluhlíð og er undan Jörp frá Litluhlíð og Adamssyninum Stíg frá Tunguhálsi II og fékk hann 7.8 fyrir byggingu.

Erum við inni með þær tvær núna og er ætlunin að bandvenja þær áður en við sleppum þeim í hagann til Lýsu og hinna.   Tókum nokkrar myndir af þeim í dag.

 

 

Tvær samrýmdar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alltaf eins og límdar hvor við aðra Joyful

 

Smá mont

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drift fer um á þessu líka flotta og svífandi brokki.

Sæladís er öll í töltinu og tekur brokkið svona spari Grin

 

Þetta er nú ekki búið enn, því við erum búin að missa töluvert af reiðhrossum sl tvö ár, okkur vantaði eitt í viðbót svo að maður kæmist nú í sleppitúr. Við ákváðum að falast eftir henni Ljósku, systur Lýsu okkar, sem við þekkjum svo vel eftir að hafa fengið hana lánaða einu sinni og riðið henni svo oft í göngum. Var það auðsótt mál og sameinast hún því reiðhrossum okkar. Hún er 15 vetra núna í vor og er hörkureiðhross, gott að fá fullorðið hross til að styðja yngri reiðhrossin okkar sem ekki eru enn fullmótuð.

Ljóskan og Drift

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú held ég að það sé komið að því að við hættum í bili að bæta við okkur blómum Cool

Nú er bara að bíða eftir að Tjörn okkar kasti og hún Lýsa líka.  Ætlunin er að fara í hagann þar sem Lýsa er um helgina og setja hana og tvær aðrar í sér hólf þar sem hún getur kastað í friði.

Næsta fimmtudagskvöld erum við að leggja af stað í sleppitúrinn okkar. Hrossin hjá okkur eru í mjög góðri þjálfun en þó er hann Glæsir húsbóndans búinn að vera haltur og vonum við bara að hann verði búinn að jafna sig áður en við höldum af stað.

Jæja, bið að heilsa ykkur öllum þarna úti og farið nú vel með ykkur og kvittið endilega í gestabókina, eða kommentið þvi gaman er að vita hverjir kíkja hérna inn Wink

 

 


Fullt af fréttum ;o)

Jahá, maður hefur ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarið Blush  enda nóg að gera á stóru heimili.

 

 Þá eru það helstu fréttirnar frá því síðast:

 

Í byrjun apríl fórum við sem oft áður að sækja heyrúllur fyrir hrossin okkar. Notuðum við tækifærið og skoðuðum litla stóðið okkar í leiðinni. Komu þær allar til okkar nema ein. Það var hún Tjörn okkar Töfradóttir frá Selfossi. Stóð hún bara og horfði dreyminn út fjörðinn og sýndi okkur enga athygli. Það fannst okkur alls ekki nógu gott og fórum að skoða hana nánar. Það varð úr að við ákváðum að fara með hana til Björgvins dýralæknis í bænum.

 

IMG_1227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki tókst okkur að fá strax tíma hjá honum en Lilja vinkona í Gusti var okkur góð og reddaði plássi fyrir hana þá vikuna. Eftir skoðunina staðhæfði Björgvin að hún væri fylfull þannig að nú eigum við von á öðru folaldi, soldið óvænt en vonandi fer allt vel.

 

 

IMG_1271

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem fylgjast þarf með henni bauðst Helga vinkona til að taka hana til sín og fylgjast með henni. Í tenglunum hér á síðunni er hægt að fara inná síðu Helgu. Skemmtilegt blogg þar og eru þrjár hryssur af fjórum búin að kasta flottum folöldum. Nú bíður maður bara í start holunum að fara taka myndir af Tjörn og folaldi.

 

 

 

 

 

 

Næst var það að hún Þrá okkar gamla heltist í vetur og verður ekki notuð meira til reiðar Frown og þar með missir heimasætan af sínum aðalreiðhesti. Við fórum með hana út í byrjun mai til Lýsu og hinna tryppanna. Gef henni sumarið og sjáum við svo til hvernig hún kemur undan sumri og hvort hún geti gengið úti einn vetur.

 

IMG_1109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona hryssur þyrftu sko allir að eiga. Ég lærði mikið af henni og svo einnig börnin mín og aðrir fjölskyldumeðlimir sem kynntust sinni hestamennsku í gegn um hana. Þæg, traust og hélt vel áfram og hver sem er gat stjórnað henni. Þrá var mitt fyrsta hross og á alveg sérstaklega mikið í mér.

 

Verst að hafa ekki getað fengið annað folald undan henni þar sem hún reyndist vera geld en eitt fengum við þó og það var hann Snússi okkar sem ég hef bloggað um áður.

 

Hann Völusteinn annar stóðhesturinn í eigu fjölskyldunnar er kominn í hesthúsahverfið hjá okkur. Var ákveðið að byrja aðeins að frumtemja hann áður en hann fer norður í merar.

 

Tamningarmaðurinn er mjög ánægður með hann, áhugasamur og allur gangur laus. Á eftir að setja myndir og fréttir af honum á Glófaxa síðuna Wink

 

Svo fer að koma að því að hún Lýsa okkar kasti fylinu undan Forseta frá Vorsabæ, hlökkum bara til.

 

Ég ætla að geyma síðustu fréttina fyrir næsta blogg en óvænt bættist við tryppatöluna Wink hjá fjölskyldunni. En segi betur frá því í næsta bloggi og myndir með Cool

 


Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband