Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jóladagar

Picture 030
Rán og Tjörn. Vinur fyrir aftan.
Það að hafa það notalegt á jóladögum er algjör nauðsyn hvort sem það er fyrir okkur eða hrossin Wink
Þegar búið er að standa í jólahreingerningum og innkaupum er alveg ómetanlegt að hafa tíma til að slaka á milli jóla og nýárs. Það er auðvitað bara hjá þeim sem hafa það svo gott að geta fengið frí í vinnunni eða eiga frí hvort sem er.
Við erum búin að vera dugleg að fara á hestbak og koma hrossunum í þjálfun. Þrjú hross hjá okkur eru í tamningu og koma bara vel út Smile og vonandi verður áframhaldið eins þar sem okkur vantar fleiri reiðhross  til að komast í lengri túra.
Eins og er erum við hjónin með sitthvoran reiðhestinn og svo hann Nökkva, þannig að ennþá gengur þetta á meðan túrarnir eru styttri en það mætti alveg breytast þegar líður á.
Laugardagurinn og Sunnudagurinn fór í að raka undan faxi og kvið þar sem kleprar voru farnir að myndast. En fórum samt í alveg feykigóðan útreiðatúr á Laugardag með nágrönnum okkar þeim Veru og Tryggva Grin Bara gaman.
Hún Þrá okkar gamla er orðin hölt á framfót og ætlar dýralæknirinn að koma í dag og kíkja á hana, vonandi það sé eitthvað tilfallandi hjá þessari elsku Frown
Svartan er líka eitthvað skrítin og drusluleg, vonandi ekkert alvarlegt þar á ferðinni en það þarf að skoða hana vandlega.
Í ljósi þess að maður heyrir að hross hafi verið að veikjast þá er maður eðlilega á varðbergi þó svo að okkar hross hafi ekki verið á Kjalarnesinu á beit. En vonandi er ekkert alvarlegra hér á ferð en bara eðlileg framvinda sem maður tekur á.
Setti inn mynd hér efst af Rán og Tjörn þegar þær voru nýkomnar inn í fyrra. Eitthvað voru þær að kalla samtaka í eitthvað áhugavert LoL héldu kannski að nú væri mamman þeirra komin líka.
Fyrir aftan þær stendur hann Vinur minn sem ég þurfti að fella nú í haust vegna spatts Crying 
Ætla að skrifa aðeins seinna um þennan elskulega félaga og reiðhest sem fékk mann til að gleyma stað og stund.
Jæja, þar til næst og farið nú varlega með allt sprengjudótið.

Dagur í heshúsinu

Fórum með krakkana í hesthúsið einn sunnudaginn. Það var ágætisveður en rosalega kalt þannig að reiðtúrinn varð bara stuttur Wink

Húsbóndinn ákvað að þrífa hesthúsið á meðan frúin og krakkarnir skelltu sér á bak. Náðum nú ekki góðum myndum en ætla að setja samt eina inn af okkur í reið og svo eina af systkinunum sem voru bara samtaka á klárunum Joyful

Systkinin

Strákurinn á Nökkva og stelpan á Þránni. Nökkvi er að verða 12 vetra í vor, eins og strákurinn Grin og Þráin verður 23 í vor og bara enn spræk með krakkana Kissing

Hér er svo mynd af okkur þremur

Gaman saman ;o)

Náðum svo betri myndum inni í gerðinu þegar við komum til baka. Þegar við náum góðum myndum af þeim kem ég til með að setja fleiri inn.

Þráin mín ;o)

Flottur hálfmáni á Þránni.

Var að reyna að ná góðri andlitsmynd af henni en gékk ekki, kemur á óvart, ha?

Tangó

Svo er það hann Tangó Mózartsson.

Hann er fyrsta folaldið sem við fengum með Lýsu okkar. Hann er 4ra vetra og er aðeins búið að eiga við hann og verður svo haldið áfram með hann í vetur. Allur gangur laus.

Nökkvi

Hér er svo hann Nökkvi sem við keyptum sl vor. Ástæðan fyrir kaupunum var að þegar Snússinn okkar var felldur sl haust, var ekki hestur til fyrir strákinn. Ekki var nú auðvelt að fylla skarð Snússa en hann Nökkvi er alger öðlingur, og soldill sérvitringur en honum og stráksa semur mjög vel. Annars getur hver sem er riðið Nökkva, þó hann sé klárgengur mjög, og brokkar nær eingöngu. En brokkið er mjúkt og fer vel með mann, en ég hef þó náð nokkrum töltsporum úr honum og sér maður til hvort það verður haldið áfram með það Wink

 


Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband