Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Margt búið að gerast......

Nú er orðið langt síðan ég hef bloggað síðast, enda margt búið að gerast.

Þann 8. febrúar sl fórum við að ná í hey. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema að það var gott veður, aldrei þessu vant Wink, ja allavena þann tíma sem við vorum á ferðinni.

Auðvitað fórum við og kíktum á stóðið, nema hvað Smile                

Vorum með fullt af brauði sem við hentum á jörðina svo að maður fengi nú tækifæri til að skoða þau almennilega.

IMG_3576

Það má nú segja að þetta sé myndarlegur hópur sem stórfjölskyldan á Cool

Svo þurfti nú aðeins að reka þau áfram og fá þau til að hlaupa svolítið. En ekki er nú hægt að ná myndum af þeim öllum en set inn nokkrar góðar.

Gríma Trymbilsdóttir

Hér er Gríma Trymbilsdóttir

Rán Karradóttir

Rán Karradóttir

Perla Hávarðsdóttir

Perla Hávarðsdóttir

Tjörn Töfradóttir

Tjörn Töfradóttir

Vænting kvödd

Vænting Skrúðsdóttir                                                              

Það er svo gott að geta knúsað aðeins í kuldanum þegar maður kveður Wink

 

 

Við þurftum að kveðja hana Svörtu-Spörtu. Ég fékk hana í afmælisgjöf frá bónda mínum. Í Litluhlíð var hún þar til haustið 2006.

Hún var í frumtamningu í fyrravor og svo aftur núna í vetur. Eitthvað virtist þó vera að hjá henni þar sem hún gat ekki beitt sér rétt. Var hún búin að detta með knapa nokkrum sinnum og var búin að vera í meðferð vegna þess að hún var með miklar bólgur í skrokknum. En allt kom fyrir ekki.

Henni var ekki riðið síðasta mánuðinn heldur bara lónseruð og svo í meðferð hjá hestanuddara og hnykkjara. Stundum virtist eins og henni færi fram en svo var hún farin að detta undir sjálfri sér. Það tók soldinn tíma að ákveða með sér að hún færi, en ef ekki var hægt að treysta henni fyrir okkur, þá alls ekki fyrir öðrum. Hún var felld þann 28. febrúar sl.

Takk fyrir okkur elsku Svarta-Spartan mín.

Svarta-Sparta

 

Ég ætla að setja hérna inn líka nokkrar línur um hann Vin minn sem var felldur í haust.

Vinur ( Óður) komst í mína eigu eiginlega fyrir tilviljun 2005. Ég var ekki að leita mér að hesti en góð vinkona okkar var í hesthúsi við hliðina á okkur og var með þennan 12 vetra hest til sölu. Það var eiginlega karlinn sem var búinn að taka eftir honum fyrst og var alltaf að tala um hann. Svo ákvað hann að prufa Vin en hann var of viljugur fyrir hann, svo að bóndinn hætti ekki fyrr en ég prufaði hann. Þá var ekki aftur snúið. Þvílíkum yfirferðar töltara hafði ég bara aldrei kynnst!! Bæði þolið og þessi stökk kraftur á tölti er bara yndislegt að fá að kynnast.

Hann var þó mjög viðkvæmur framan af og gat ekki treyst manninum, hafði reyndar fengið að kynnast mörgu misjöfnu áður en hann komst í mínar hendur. Seinna komst ég að því að þar sem honum líkaði ekki við fyrri eiganda hafði hann skilið við hann oft, lengst inní Heiðmörk og lét þá eigandann um það að labba heim Wink   

Okkur tókst þó að slípa okkur vel saman, en ekki var honum vel við það ef ég ætlaði ekki að ríða honum sjálf og bað aðra en karlinn að teyma hann, þá gat hann átt það til að toga hrossin sem hann var teymdur með, til mín.

Svo komu fyrir tvö atvik þar sem hann festist með lappir í girðingu og svo þar sem hann festi vírgirðingu inná milli hófs og skeifu þar sem ég hélt að mitt síðasta væri nú komið. En þessi elska gat hlustað á mig á meðan ég komst af baki og gat svo leyst hann. En svo hræddur var hann, að hann varð rennblautur af svita.

Þar sem maður breytir ekki nafni á hesti þá ákvað ég að kalla hann Vin, nafn sem hann bar með rentu!!! Þennan höfðingja þurfti ég svo að kveðja sl haust þar sem hann var orðinn svo illa spattaður 17 vetra gamall.

Hann kenndi mér margt um traust á milli manns og hests, þetta ósýnilega band sem maður finnur bara í hjarta sér. Takk elsku Vinurinn minn fyrir frábæra tíma saman Kissing

Vinur (Óður)

Það er alltaf erfitt að kveðja, hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir eða dýrin manns, því óneitanlega tilheyra þau fjölskyldunni. Við tölum alltaf um stóðið heima og stóðið í hesthúsinu Happy En það sem við tölum líka um, er, að þó svo að við þurfum að kveðja hérna megin, þá hittumst við bara aftur hinu megin Wink og eigum bara fleiri góðar stundir saman.

Hugsið þið vel um hvert annað þarna úti og reynið að eiga sem flestar gullnu stundir í lifanda lífi.

 

 


Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband