Löngufjörur

Föstudagurinn 3. júlí.

Eftir vinnu vorum við búin að taka allt til svo að ekkert var annað en að renna vestur á Mýrar. Þegar þangað var komið voru sko endurfundir í lagi síðan úr sleppiferðinni LoL þar sem við höfðum ekki verið á Fimmtudagskvöldinu og hitt alla.

Þarna voru komin þau eðalhjón Þura og Trausti, Bjössi og svo auðvitað Vera og Tryggvi sem áttu 5 ára brúðkaupsafmæli Heart  Og hvar var svo betra að halda upp á það en einmitt á Fjórðungsmóti og svo á Löngufjörum Cool  Til hamingju með daginn ykkar, kæru vinir.  Fjóla og Inga Lóa gátu ekki verið á mótinu vegna vinnu, en ákváðu að ríða heim með okkur hinum á Sunnudagskvöldi.

Við skelltum upp fellihýsinu og svo voru þau Þura og Trausti skilin eftir í pössunar jobbinu Joyful En Ingó og veðurguðirnir voru að spila svo að ekki leiddist þeim á meðan Grin

639918

Þvílíkt og annað eins hafði maður sko ekki upplifað áður LoL  Hestinum þótti þetta sjálfum ekki leiðinlegt enda vel tekið á því. Og það voru örugglega fleiri þarna sem voru að fara í fyrsta sinn eins og við, því að maður sá að brosin á andlitunum breikkuðu bara meira og meira. Vá, sko núna voru sko blessuðu moldargöturnar komnar í annað sætið Joyful  Okkur var seinna sagt að þarna hefðu verið um 150 manns en fjaran bar þetta vel svo að ekki fannst manni að það væri þröngt á þingi.

639920

Jón Væni á Dásemd sem voru búin að ná saman sem eitt Wink   Glæsir húsbóndans er ekki alveg búinn að lagast af heltinni þannig að Dásemd var fengin til láns og stóð hún sig eins og hetja InLove

639914

Hittum við einnig þarna ævintýra manninn Thierry held ég að hann heiti Halo  Sá sem er búinn að vera á ferðalagi í 2-3 ár á hestbaki. Hefur fengið hesta lánaða hér og þar á þessari ferð sinni. Þarna var hann á brúnum hesti sem hann hafði fengið lánaðann í Reykjavík. Honum fannst skrýtið að fólk hefði verið tregt til að lána honum hesta, hmm er manni sama hverjum maður lánar hestinn sinn? Kannski ef maður á nóg af þeim. Hann reið á tamningamúl og tók myndir í gríð og erg. En hestinum virtist nú ekki líka ílla við hann og svo voru þeir auðvitað búnir að kynnast á leiðinni úr Reykjavík Woundering

639954

Vera alsæl á brúðkaupsafmælinu á Óðni Wink

639959

Tryggvi einnig alsæll á Ljóma sínum Cool

Núna með Ljóma og Dásemd í stóðinu, vantar bara hana Snilld LoL  Spáið í þessu ef þið riðuð þessum þremur þá væri maður bara í Alsælu alla daga Cool  Þurfti aðeins að koma þessu frá mér Halo

639957

Og Bjössi að ná því að bæta á sig smá brúnku fyrir ballið daginn eftir, því að þar yrði sko ekkert DÖMUFRÍ Cool

Sorry, Bjössi minn en þú ert nú með svo breitt bak Wink

639961

Set svo inn mynd af sólarlaginu svona í endann. Bara frábær upplifun í alla staði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 585

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband