Færsluflokkur: Lífstíll

Skorradalur - Rauðanes

Sunnudagur 7. júní.

Allir vöknuðu nú á skikkanlegum tíma á sunnudeginum, en við ætluðum ekki að leggja af stað fyrr en um kvöldmatarleytið þar sem Landhelgisgæslan og Björgunarsveitin var með björgunaræfingar á Skorradalsvatni og notuðu þyrlu til þess. Þannig að fullt var af fólki og bílum. Fínt líka að taka því aðeins rólega og fylgjast með.

Þið verðið að afsaka að nú á ég ekki myndir til að setja hér fyrir síðasta daginn sem við riðum í Rauðanesið. En kannski seinna Wink

Svo þarf ég líka að bæta upp minnistapið mitt þar sem nú er ég búin að komast að því að maðurinn hennar Fjólu heitir Francois Joyful  og svo segir maður nafnið líka öðruvísi en það er skrifað, talandi um að rugla svona, EKKI nafnasnilling, eins og mig í ríminu Blush 

Þar sem við geymdum hrossin yfir nóttina heitir Litla-Drageyri og var farið um morgunin að járna þau hross sem komu kvöldið áður og svo að festa skeifu á tvö hross sem misst höfðu undan.

Við fræddumst líka á því kvöldið áður af honum Tryggva Lone Ranger að blindhæð og blindhæð er sko ekki það sama. Það fer sko alveg eftir því hvoru megin þú kemur að henni hvort þetta sé rétta blindhæðin!!!! Enda fórum við fyrst framhjá sumarbústaðnum enda ekki rétta blindhæðin, fyrr en við keyrðum aftur tilbaka........

Svona um kaffileytið fórum við að taka til í bústaðnum og koma okkur af stað.  Tryggvi og Vera ætluðu að vera með hrossin á öðrum stað í hagabeit en við. En þar hefði verið erfitt að stunda einhverjar útreiðar þar sem ekki var hægt að smala þeim auðveldlega saman þar. Við ákváðum þá að hringja til Ingu Dísu þar sem við erum með hrossin okkar og spyrja hvort þau gætu ekki líka verið þar. Það var auðsótt mál og líka auðveldara fyrir okkur að reka þau öll niður sama afleggjarann.

Smöluðum hrossum saman í lítið rafmagnstaurahólf úr haganum og fyndið að sjá að öll Rauðaneshrossin voru öðru megin í hólfinu og hrossin hjá okkur Heimsendabúum í hinu horninu Wink

Við beisluðum öll okkar og lögðum svo á hestana. Þegar allir voru tilbúnir var rekið af stað. Hrossin orðin vel vön hvort öðru rákust vel áfram.

Við stefndum í átt að Ferjukoti þar sem við ætluðum þar yfir Hvítá. Æðislegt veður og auðvitað fullt af útlendingum að taka myndir, svo takið eftir ferðafélagar að nú eru þið orðin fræg í einhverju útlensku blaði LoL   En þvílíkur munur að mæta útlendingum sem eru svo kurteisir og munar ekkert um að bíða þó svo að maður sé stopp og þurfi að járna og þvíumlíkt. Vildu ekki einu sinni fara framhjá þó svo að það væri í boði!!! En Íslendingar maður, kvarta og kveina yfir öllu og geta sko ekki beðið eftir neinu. Meira að segja í okkar eigin hópi!!! Þegar við stoppuðum í okkar einu stoppi kom stór Econoline og smeygði sér fram fyrir Halldóru þar sem hún beið í bílnum og hafði Nonna sem ferðafélaga. Nú, þar sem bíllinn stoppaði fyrir framan hana, og Halldóra að ná sér í brjóstsviðatöflur, tók hún ekkert eftir því að hún kom í sífellu við bílflautuna og flautaði glatt mörgum sinnum, bölvandi þessum bíl fyrir framan sig að hann kunni nú enga mannasiði þar sem rekstur væri!!!! Það þarf auðvitað ekki að taka því fram að hann Nonni vissi sko betur en að andmæla ófrískri konu og það æstri í þokkabót Cool  

Við hin héldum auðvitað að Econolininn hefði verið sökudólgurinn og bölvuðum honum í sand og ösku á næstu áningu. En þá kom sannleikurinn í ljós þar sem Nonni gat nú sagt frá með meira liðsinni í okkur hinum og Halldóra greinilega ekki alveg eins æst og á meðan þessu stóð Wink

Þið sjáið það greinilega að það var alveg ómetanlegt að vera með svona hressu fólki í ferð og fólki sem kann alveg að hlæja að sjálfum sér líka, það er alveg ómissandi.

Ég verð líka að taka það fram að Delía, dóttir hennar Fjólu, var alveg rosalega duglega að ríða með þó svo að dagleiðirnar væru stundum strembnar en ekki gafst stelpan upp enda kippir hana í kynið með dugnaðinn eins og aðrir fjölskyldumeðlimir í Rauðanesi.

Síðasta áningin okkar var í hesthúsahverfinu í Borgarnesi þar sem við áðum vel fyrir síðasta spölinn. Rauðaneshrossin vissu greinilega hvert væri verið að fara og hertu ferðina en alveg var hægt að stjórna þessu vel áfram.  Svo var alveg snilld hjá hrossunum að þegar við vorum alveg að koma að haganum hjá okkur fóru Rauðaneshrossin hjá Fjólu og Halldóru að vera heimafrek og bíta okkar hross frá sér, sem kom sér vel fyrir okkur þegar við svo skiptum þeim með málarbandinu góða og settum okkar hross inn í girðinguna hjá okkur. Bara snillingar þessi hross.

Svo er það víst enn betra þegar innar er komið, þá er bærinn hjá Fjólu aðeins til vinstri og bærinn hjá Halldóru aðeins til hægri og hrossin skipta sér bara eins og þetta sé fyrifram æft atriði eftir því frá hvorum bænum þau eru Grin

Eftir að við vorum búin að taka af okkar hrossum og sleppa þeim beið Jónas, pabbi Halldóru, eftir okkur og tók við reiðtygjum í bílinn. Svo var okkur ekið heim til Halldóru þar sem Rósa mamma hennar beið með dýrindis máltíð handa okkur öllum InLove  Nú tók maður fyrst eftir því að maður var orðin svangur.

Takk kærlega fyrir okkur Rauðnesingar Kissing bara snilld þessi sleppitúr og hlakkar manni strax til þess næsta.


Riðið inn í Skorradal

Laugardagur 6. júní.

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur með fuglasöng og hrossakumri Halo

Ja, sko ef þetta hefði nú verið svona, en jú bjartur var hann og fagur, en við vöknuðum við þvílíkt bílaflaut W00t og héldum að nú væri sko ræs og Sigurjón Foreman væri sko að reka á eftir okkur, svefnpurrkunum.  En þegar allir þustu á fætur, kom í ljós að Bastían sonur Fjólu frænku var kominn út í bíl og byrjaður að ræsa mannskapinn LoL vel á minnst, hann er tveggja ára Joyful

Við byrjuðum á að hita kaffi og borða morgunmatinn. Gaman að sjá hvað Rauðanes fjölskyldan er samrýmd og samhent. Þau voru að segja okkur frá því að sveitungarnir skildu nú ekkert í því hvað þau voru að flytja hrossin alla leið til Reykjavíkur til að sleppa þeim, þegar þau þurftu bara að opna hesthúsið og láta hrossin labba yfir veginn og út á tún!!! Grin  Gaman að þessu.

Eftir matinn tókum við saman allt dótið og settum það sem þurfti áfram, í trússbílana. Ekki þurftum við heldur að vera með gjarðir og múla núna, því nú yrði bara rekið alla leið.  Við tókum saman nesti fyrir daginn og fórum svo til hrossanna. Þau voru nú farin að venjast hvort öðru og rákum við þau öll inn í rétt, beisluðum og tókum svo það hross sem við ætluðum að ríða. Þarna var fín renna sem við gátum rekið eftir til að byrja með og náðum því mesta galsanum úr hrossunum við það. Svo var bara moldargötur áfram að Kaldadals afleggjaranum.

 

F1010024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áning áður en haldið var áfram inn að Kaldadal. Held að þetta fell sé Ármannsfell, en er ekki viss Woundering

Svo var haldið áfram veginn alla leið að Uxahryggjum. Frábært veður og Skaldbreið skartaði sínu fegursta Smile  Vá, hvað getur verið skemmtilegra en þetta? Jú, bara allur dagurinn framundan Wink

Soldið fyndið að ég skuli vera segja frá landamerkjum og þessháttar, því það er ekki mín sterka hlið þegar ég er komin í hnakkinn og er í ferðalagi, þá er bara að taka inn og njóta alls sem náttúran hefur að bjóða InLove  þannig að tilfinningin og hugarmyndin er það sem eftir stendur, en ekki nöfn og kennileiti.

 

 

F1010018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjóla frænka að láta Trausta festa skeifu hjá sér Wink

 

Þarna áðum við áður en við riðum inn Uxahryggi. Festum skeifur á þá sem þurftu Smile held að það hafi verið 2 sem duttu af frá Skógarhólum. Fínt að hafa Þuru og Traust keyrandi á eftir á Slotinu, sem er nafnið á bílnum þeirra Cool  bara snilld. Bæði fundu þau skeifur og svo flíkur sem runnu af manni í hitanum Wink  Svo var hann, jahérna hér, Fjólumaður, afsakið mig nú alveg!!! Nú man ég hvað börnin heita!!! Delía, Bastían og Óliver, hættið nú alveg, ég get alls ekki munað hvað maðurinn heitir!!! Nú verður einhver að bjarga mér!!!! Svo er þetta örugglega mjög auðvelt nafn, en MINNIÐ hjá manni, maður!!! Skelfilegt.

 

Rekstur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að búið var að koma skeifum undir var hrossum og mönnum vatnað og síðan haldið áfram Joyful

Reksturinn lestar sig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrossin voru bara róleg og lestuðu sig strax eftir góða áningu.  Nú var haldið áfram dálítið grýttan spotta og nú er ég ekki viss hvort þetta var hinn kunni Leggjabrjótur eða hvort hann kom seinna. Þið hin, sem voruð í ferðinni, megið  alveg líka kommenta hér Smile  en öll komment eru líka vel þegin og gott að vita að einhver nennir að lesa rausið í manni Wink

 

 

 

 

F1010017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo komu fleiri moldargötur. Þarna er Vera í eftirreið með okkur Ingu Lóu. 

Nú riðum við áfram á feti og hrossin fylgdust svo vel að, að tími gafst vel í spjall. Þvílík notalegt. Næsta áning var við einhvern gangnamannakofa ( nafnið ?) og þar áðum við vel og borðuðum hádegismat. Trausti og Þura á Slotinu með kaffið og nestið Kissing Bara perlur bæði tvö, væri alveg til í ættleiðingu Wink  aldrei nóg af öfum og ömmum þegar hraðinn á lífinu er að keyra allt um koll.

 

 

 

F1010013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangnamannakofinn. Sigurjón Foreman, fremstur með Gretti, hans hægri hönd, að leggja honum lífsreglurnar Wink   Frá vinstri sitja við kofann:  Bjössi frændi, Tryggvi Lone Ranger og Jón Væni Whistling

 

Eftir mat var lagt á og haldið áfram sem leið lá niður að Skorradalsvatni. Tryggvi Lone Ranger var búinn að fá sumarbústað þar og beit fyrir hrossin á eyðibýli ( man ekki nafnið). Hrossin voru í góðu standi nema Ljóskan okkar, hún var hölt. Halldóra var búin að hafa samband við Jónas pabba sinn og var hann kominn ásamt Rósu, mömmu Halldóru og með kerru til að taka við Ljóskunni og kom líka með tvo aðra hesta til að lána InLove 

Eftir að hafa tekið af hrossunum og gengið frá reiðtygjum vorum við keyrð að sumarbústaðnum. Þar komust allir fyrir í bústaðnum, nema Halldóra og Sigurjón, sem vildu vígja pallhýsið sitt Wink  Gott var að komast í sturtu og Tryggvi Lone Ranger grillaði fyrir mannskapinn. Gat fólk valið um dauðar eða lifandi lundir og bragðaðist þetta mjög vel ásamt veigum og meðlæti Smile

Sumir brugðu sér í pottinn en aðrir sátu og skröfuðu Happy   Svo var einn sem vildi endilega fara á ball í Borgarnesi, ríðandi, og lét vita af því. Svo lagðist viðkomandi í sófann og lét líða VEL úr sér þar til næsta morgun Cool  B..... við nefnum engin nöfn hér Wink

Eftir yndislegan dag með skemmtilegu fólki lögðust allir til hvílu, en þó með eftirsjá, vegna þess að morgundagurinn var síðasti dagur ferðarinnar Woundering

Þið verðið að afsaka að myndirnar eru ekki fleiri, en við hjónin uppgötvuðum að við höfðum gleymt að hlaða myndavélina okkar Blush og urðum við að reyða okkur á,  að fá myndir frá hinum í hópnum.

Held áfram seinna með ferðasöguna Smile  Bless í bili.

 

 

 


Sleppitúr 2009

Þann 4. júní sl lögðum við af stað í sleppitúrinn í ár. Þar sem við sleppum hrossunum okkar núna í Rauðanesi á Mýrunum og höfðum aldrei riðið þessa leið áður, þá var nú handhægast að leita til vina okkar Halldóru og Sigurjóns sem þar búa. Halldóra hefur fylgt föður sínum í ferðalögum frá blautu barnsbeini Wink eins og við fengum að heyra Cool  og hafa þau saman ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum verið dugleg við að ferðast á hrossunum sínum. 

Okkar góðu vinir og grannar í hesthúsunum, Tryggvi og Vera ákváðu líka að fara með sín hross í hagabeit þarna. Fimmtudagskvöldið 4. júni lögðum við 4 af stað frá Heimsenda með 12 hross og riðum upp í Helgadal þar sem við fengum pláss fyrir hrossin yfir nóttina. Fyrr um daginn komu þau úr Rauðanesi með sín hross, þannig að alls vorum við með 28 hross.

 

Næsta dag komum við í Helgadal um kl 13 og smöluðum okkar hrossum í réttina og beisluðum þau. Svo smöluðum við restina af hrossunum saman og passaði það akkúrat þegar restin af mannskapnum kom. Við vorum því orðin 8 reiðmenn sem myndu fara þessa 3 daga leið, s.s. Tryggvi, Vera, Sigurjón, Bjössi frændi, Fjóla frænka, Inga Lóa frænka, Nonni og ég Smile  Halldóra var í trússbílnum þar sem hún er enn önnum kafin að leggja lokahönd á að búa til erfingja, hennar og Sigurjóns InLove   Og svo Trausti og Þura sem kæmu um kvöldið.

 

 

F1000026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pissustopp við Skeggjastaði Bjössi og Vera á vaktinni.    Hérna var málið eitthvað með hund sem átti að bjóða fram þjónustu ............ Cool

 

 

Við lögðum á og teymdum öll hrossin uppí Stardal þar sem við settum þau í réttina þar sem ákveðið var að reka þaðan inná Skógarhóla. Eftir gott nestisstopp lögðum við á og slepptum hrossunum af stað. Eins og alltaf var æsingurinn í hrossunum mikill en með því að hafa góða forreiðarmenn róaðist hópurinn fljótt og lestaði sig. Allir voru vel settir með málaraböndin sín í vasanum og gátum við því áð oft á leiðinni og skipt um hross. Það var yndislegt veður og æðislegt að ríða þessa leið.

 

 

F1000023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggvi að vatna Halo við Skeggjastaði

 

 

 

Allt gekk mjög vel á leiðinni, utan það að annað ístaðið hjá Ingu Lóu brotnaði bara alveg af!! Nú voru góð ráð dýr og hún á tamningatryppi. En við gátum stoppað og hún notaði ístaðsólarnar til að halda áfram. Þar sem annar trússbíll var á leiðinni vara ákveðið að biðja þá um að taka ísstöð með, en þá voru þau komin í Mosfellsdalinn. Haldið ekki að perlan hún Helga á Dalsbúi Kissing hafi reddað ístöðum og trússbíllinn gat tekið þau hjá henni.

 

Svo þegar við vorum rétt að koma inná Þingvöll heyrum við líka þennan mótorhjóla hávaða og hrossin bara farin að renna mjög hratt en ekki gátum við séð hvaðan þessi mótorhjól voru að koma. Ég ákvað að reyna að kíkja tilbaka uppá hæðina sem við vorum að koma yfir og athuga hvort ég gæti séð þá. Já, og hvort ég sá þá!!! Áræðanlega um 20 stykki, spænandi og vælandi á reiðgötunni!!! Andskotans, ég varð svo reið að ég sveiflaði písknum alveg brjáluð á móti þeim og gleymdi auðvitað að ég var á Rex sem er ekki alveg að þola hvínandi písk út í loftið!!! Og hann auðvitað prjónaði bara þarna í hringi með mig á baki veifandi písknum, en náði ég þar athygli þeirra á hjólunum, og þeir fóru út á götu og héldu þar áfram. Held að ég hafi ekki verið árennileg þarna Whistling

 

Svo runnum við bara þægilega inná Skógarhóla þar sem fellihýsið beið okkar og Þura og Trausti á hinum trússbílnum og svo ....... ég skammast mín ógurlega því að nú man ég ekki nafnið á manninum hennar Fjólu Blush ásamt sonum þeirra tveimur og dóttur. Nú verðið þið að skamma mig og kommenta hérna fyrir neðan nafnið á manninum. En meinfyndinn er hann og man ég alla brandarana sem hann sagði Wink  svona gullfiskaminni Pinch

 

Eftir að hafa borðað kvöldmatinn og sungið góða söngva, við undirspil Halldóru, skriðum við öll í háttinn Sleeping

 

Ætla að stoppa núna en held áfram seinna með restina af ferðasögunni Smile

 

 

 


TOPPUR FRÁ KÓPAVOGI

Toppur frá Kópavogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er hann kominn hann Toppur frá Kópavogi InLove

Þann 1. Júní um hádegið hringdi hún Helga vinkona á Dalsbúi í Helgadal og sagði okkur að snarast til hennar í hvelli því hún Tjörn væri að kasta Wink

Þetta gekk hratt og vel fyrir sig án allra vandkvæða sem betur fer. En hún Tjörn var mikið þreytt eftir köstun og leið greinilega ekki vel. Var sífellt að krafsa, lagðist niður, stóð upp og lagðist aftur. Þannig að Toppur litli komst nú ekki alveg strax á spenann.

Leið ekki vel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við toguðum Tjörn síðan upp og hjálpuðum litla karlinum að komast á spenann. Hann fékk broddinn sinn og var farinn að skakklappast um á sínum óstyrku fótum InLove    Stundum fór maður við framfætur og hélt að þar væri sko speninn, en nei ekki alveg. Svo var maður kominn alveg við hann.....

 

Alveg að finna spenann ;o)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ójá, einmitt þarna...... Smile

 

 

 

 

Hæ ;o)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hæ, eru þið þarna? Ég fór aðeins of langt.....Halo

Topp litla tókst að komast á spenann og koma meltingunni sinni í gang. Og Tjörn mátti ekki af honum sjá og passaði hann vel. Þegar við fórum aftur var að koma lúllutími hjá honum enda mikið búið að ganga á hjá litlum karli Joyful

Nú er bara finna pabba hans með DNA testi  Wink                      læt ykkur fylgjast með.

Mikið jafnrétti í gangi í Dalsbúi þar sem 4 hryssur köstuðu, tvö merfolöld og tvö hestfolöld Grin


Er ekki alltaf hægt að bæta við sig blómum ;o)

Já hver segir alltaf þessa skemmtilegu setningu Cool ætla ekki að viðhafa fleiri orð um það en viðkomandi má alveg gefa sig fram LoL

Það hefur jú bætst við hrossafjöldann hjá okkur og það jú alveg óvart Halo

Mér bauðst að kaupa hryssu, fædda í fyrra, í uppáhaldslitnum mínum og eftir að hafa séð hana gat ég ekki sagt nei InLove

 

 

 

Sæla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún heitir Sæladís og er frá Ásgarði. Hún er undan Hróksdótturinni Sokkudís og Stálasyninum Stæl frá Neðra-Seli. Stæll er með byggingaeinkun uppá 8.28.

Svo er Stæll undan Spætu frá Hólum og FF hennar er Asi frá Brimnesi sem Lýsan okkar er undan Smile og móðir Spætu er Kría frá Lækjarmóti sem hann Karri frá Neðra-Seli er undan, pabbi hennar Ránar okkar Wink Hehhehe heimurinn getur líka verið lítill í hestaheiminum. Bara smá flókið.

 

Síðan var ég að auglýsa mertryppi fyrir vinkonu mína fyrir norðan, en þegar myndir bárust af þessu mertryppi þá var var ákveðið að eignast það í sameiningu við afa og ömmu Wink

 

Drift Kopie_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún heitir Drift frá Litluhlíð og er undan Jörp frá Litluhlíð og Adamssyninum Stíg frá Tunguhálsi II og fékk hann 7.8 fyrir byggingu.

Erum við inni með þær tvær núna og er ætlunin að bandvenja þær áður en við sleppum þeim í hagann til Lýsu og hinna.   Tókum nokkrar myndir af þeim í dag.

 

 

Tvær samrýmdar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alltaf eins og límdar hvor við aðra Joyful

 

Smá mont

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drift fer um á þessu líka flotta og svífandi brokki.

Sæladís er öll í töltinu og tekur brokkið svona spari Grin

 

Þetta er nú ekki búið enn, því við erum búin að missa töluvert af reiðhrossum sl tvö ár, okkur vantaði eitt í viðbót svo að maður kæmist nú í sleppitúr. Við ákváðum að falast eftir henni Ljósku, systur Lýsu okkar, sem við þekkjum svo vel eftir að hafa fengið hana lánaða einu sinni og riðið henni svo oft í göngum. Var það auðsótt mál og sameinast hún því reiðhrossum okkar. Hún er 15 vetra núna í vor og er hörkureiðhross, gott að fá fullorðið hross til að styðja yngri reiðhrossin okkar sem ekki eru enn fullmótuð.

Ljóskan og Drift

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú held ég að það sé komið að því að við hættum í bili að bæta við okkur blómum Cool

Nú er bara að bíða eftir að Tjörn okkar kasti og hún Lýsa líka.  Ætlunin er að fara í hagann þar sem Lýsa er um helgina og setja hana og tvær aðrar í sér hólf þar sem hún getur kastað í friði.

Næsta fimmtudagskvöld erum við að leggja af stað í sleppitúrinn okkar. Hrossin hjá okkur eru í mjög góðri þjálfun en þó er hann Glæsir húsbóndans búinn að vera haltur og vonum við bara að hann verði búinn að jafna sig áður en við höldum af stað.

Jæja, bið að heilsa ykkur öllum þarna úti og farið nú vel með ykkur og kvittið endilega í gestabókina, eða kommentið þvi gaman er að vita hverjir kíkja hérna inn Wink

 

 


Fullt af fréttum ;o)

Jahá, maður hefur ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarið Blush  enda nóg að gera á stóru heimili.

 

 Þá eru það helstu fréttirnar frá því síðast:

 

Í byrjun apríl fórum við sem oft áður að sækja heyrúllur fyrir hrossin okkar. Notuðum við tækifærið og skoðuðum litla stóðið okkar í leiðinni. Komu þær allar til okkar nema ein. Það var hún Tjörn okkar Töfradóttir frá Selfossi. Stóð hún bara og horfði dreyminn út fjörðinn og sýndi okkur enga athygli. Það fannst okkur alls ekki nógu gott og fórum að skoða hana nánar. Það varð úr að við ákváðum að fara með hana til Björgvins dýralæknis í bænum.

 

IMG_1227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki tókst okkur að fá strax tíma hjá honum en Lilja vinkona í Gusti var okkur góð og reddaði plássi fyrir hana þá vikuna. Eftir skoðunina staðhæfði Björgvin að hún væri fylfull þannig að nú eigum við von á öðru folaldi, soldið óvænt en vonandi fer allt vel.

 

 

IMG_1271

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem fylgjast þarf með henni bauðst Helga vinkona til að taka hana til sín og fylgjast með henni. Í tenglunum hér á síðunni er hægt að fara inná síðu Helgu. Skemmtilegt blogg þar og eru þrjár hryssur af fjórum búin að kasta flottum folöldum. Nú bíður maður bara í start holunum að fara taka myndir af Tjörn og folaldi.

 

 

 

 

 

 

Næst var það að hún Þrá okkar gamla heltist í vetur og verður ekki notuð meira til reiðar Frown og þar með missir heimasætan af sínum aðalreiðhesti. Við fórum með hana út í byrjun mai til Lýsu og hinna tryppanna. Gef henni sumarið og sjáum við svo til hvernig hún kemur undan sumri og hvort hún geti gengið úti einn vetur.

 

IMG_1109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona hryssur þyrftu sko allir að eiga. Ég lærði mikið af henni og svo einnig börnin mín og aðrir fjölskyldumeðlimir sem kynntust sinni hestamennsku í gegn um hana. Þæg, traust og hélt vel áfram og hver sem er gat stjórnað henni. Þrá var mitt fyrsta hross og á alveg sérstaklega mikið í mér.

 

Verst að hafa ekki getað fengið annað folald undan henni þar sem hún reyndist vera geld en eitt fengum við þó og það var hann Snússi okkar sem ég hef bloggað um áður.

 

Hann Völusteinn annar stóðhesturinn í eigu fjölskyldunnar er kominn í hesthúsahverfið hjá okkur. Var ákveðið að byrja aðeins að frumtemja hann áður en hann fer norður í merar.

 

Tamningarmaðurinn er mjög ánægður með hann, áhugasamur og allur gangur laus. Á eftir að setja myndir og fréttir af honum á Glófaxa síðuna Wink

 

Svo fer að koma að því að hún Lýsa okkar kasti fylinu undan Forseta frá Vorsabæ, hlökkum bara til.

 

Ég ætla að geyma síðustu fréttina fyrir næsta blogg en óvænt bættist við tryppatöluna Wink hjá fjölskyldunni. En segi betur frá því í næsta bloggi og myndir með Cool

 


Margt búið að gerast......

Nú er orðið langt síðan ég hef bloggað síðast, enda margt búið að gerast.

Þann 8. febrúar sl fórum við að ná í hey. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema að það var gott veður, aldrei þessu vant Wink, ja allavena þann tíma sem við vorum á ferðinni.

Auðvitað fórum við og kíktum á stóðið, nema hvað Smile                

Vorum með fullt af brauði sem við hentum á jörðina svo að maður fengi nú tækifæri til að skoða þau almennilega.

IMG_3576

Það má nú segja að þetta sé myndarlegur hópur sem stórfjölskyldan á Cool

Svo þurfti nú aðeins að reka þau áfram og fá þau til að hlaupa svolítið. En ekki er nú hægt að ná myndum af þeim öllum en set inn nokkrar góðar.

Gríma Trymbilsdóttir

Hér er Gríma Trymbilsdóttir

Rán Karradóttir

Rán Karradóttir

Perla Hávarðsdóttir

Perla Hávarðsdóttir

Tjörn Töfradóttir

Tjörn Töfradóttir

Vænting kvödd

Vænting Skrúðsdóttir                                                              

Það er svo gott að geta knúsað aðeins í kuldanum þegar maður kveður Wink

 

 

Við þurftum að kveðja hana Svörtu-Spörtu. Ég fékk hana í afmælisgjöf frá bónda mínum. Í Litluhlíð var hún þar til haustið 2006.

Hún var í frumtamningu í fyrravor og svo aftur núna í vetur. Eitthvað virtist þó vera að hjá henni þar sem hún gat ekki beitt sér rétt. Var hún búin að detta með knapa nokkrum sinnum og var búin að vera í meðferð vegna þess að hún var með miklar bólgur í skrokknum. En allt kom fyrir ekki.

Henni var ekki riðið síðasta mánuðinn heldur bara lónseruð og svo í meðferð hjá hestanuddara og hnykkjara. Stundum virtist eins og henni færi fram en svo var hún farin að detta undir sjálfri sér. Það tók soldinn tíma að ákveða með sér að hún færi, en ef ekki var hægt að treysta henni fyrir okkur, þá alls ekki fyrir öðrum. Hún var felld þann 28. febrúar sl.

Takk fyrir okkur elsku Svarta-Spartan mín.

Svarta-Sparta

 

Ég ætla að setja hérna inn líka nokkrar línur um hann Vin minn sem var felldur í haust.

Vinur ( Óður) komst í mína eigu eiginlega fyrir tilviljun 2005. Ég var ekki að leita mér að hesti en góð vinkona okkar var í hesthúsi við hliðina á okkur og var með þennan 12 vetra hest til sölu. Það var eiginlega karlinn sem var búinn að taka eftir honum fyrst og var alltaf að tala um hann. Svo ákvað hann að prufa Vin en hann var of viljugur fyrir hann, svo að bóndinn hætti ekki fyrr en ég prufaði hann. Þá var ekki aftur snúið. Þvílíkum yfirferðar töltara hafði ég bara aldrei kynnst!! Bæði þolið og þessi stökk kraftur á tölti er bara yndislegt að fá að kynnast.

Hann var þó mjög viðkvæmur framan af og gat ekki treyst manninum, hafði reyndar fengið að kynnast mörgu misjöfnu áður en hann komst í mínar hendur. Seinna komst ég að því að þar sem honum líkaði ekki við fyrri eiganda hafði hann skilið við hann oft, lengst inní Heiðmörk og lét þá eigandann um það að labba heim Wink   

Okkur tókst þó að slípa okkur vel saman, en ekki var honum vel við það ef ég ætlaði ekki að ríða honum sjálf og bað aðra en karlinn að teyma hann, þá gat hann átt það til að toga hrossin sem hann var teymdur með, til mín.

Svo komu fyrir tvö atvik þar sem hann festist með lappir í girðingu og svo þar sem hann festi vírgirðingu inná milli hófs og skeifu þar sem ég hélt að mitt síðasta væri nú komið. En þessi elska gat hlustað á mig á meðan ég komst af baki og gat svo leyst hann. En svo hræddur var hann, að hann varð rennblautur af svita.

Þar sem maður breytir ekki nafni á hesti þá ákvað ég að kalla hann Vin, nafn sem hann bar með rentu!!! Þennan höfðingja þurfti ég svo að kveðja sl haust þar sem hann var orðinn svo illa spattaður 17 vetra gamall.

Hann kenndi mér margt um traust á milli manns og hests, þetta ósýnilega band sem maður finnur bara í hjarta sér. Takk elsku Vinurinn minn fyrir frábæra tíma saman Kissing

Vinur (Óður)

Það er alltaf erfitt að kveðja, hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir eða dýrin manns, því óneitanlega tilheyra þau fjölskyldunni. Við tölum alltaf um stóðið heima og stóðið í hesthúsinu Happy En það sem við tölum líka um, er, að þó svo að við þurfum að kveðja hérna megin, þá hittumst við bara aftur hinu megin Wink og eigum bara fleiri góðar stundir saman.

Hugsið þið vel um hvert annað þarna úti og reynið að eiga sem flestar gullnu stundir í lifanda lífi.

 

 


Brrrr brakandi frost.

Síðast liðnar vikur er sko búið að vera brakandi frost og skítkalt. En frábært veður til útreiða, þó svo að túrarnir séu ekki langir. Hestarnir vel frískir í þessu færi Wink og bara gaman að vera á þeim.

Allt gott af okkur að frétta, nema húsbóndinn tognaði í baki og frúin og heimasætan hálfslappar í þessum umgangspestum. En alltaf er samt gott að koma í hlýtt hesthúsið að hirða hrossin og spjalla saman við vini og kunningja Smile

Gæfa er búin að vera í mánuð hjá Árna tamningarmanni og hefur frúin nú tekið við henni til þess að ríða henni og styrkja hana þannig að Árni geti aftur tekið við henni eftir um það bil mánuð og gangsett hana, ef allt gengur vel.

Gæfa frá Þorkelshóli

Hún gæti orðið hross fyrir hvern sem er þegar fram í sækir, bara sæt og góð.

Tangó er aftur á móti mjög kraftmikill hestur með allan gang og heldur greinilega að hann sé aðaltappinn á staðnum Halo en er þó fljótt úr honum þegar maður leiðréttir hann og sýnir honum goggunarröðina Wink   Það verður gott að sitja hann þar sem hann fer mjög vel með knapann. Hef ekki nýlega mynd af honum er hægt er að sjá myndir af honum á hinni síðunni okkar: http://glofaxi.123.is/blog/

Frúin ákvað að skella sér á reiðnámskeið hjá Ella Sig sem Andvari er með. Tók hún með sér hann Rex flotta sem hún Birgitta frænka í Noregi á ásamt fjölskyldu sinni Smile  Bæði hafa hrossin og maður sjálfur gott af því að fara á reiðnámskeið og skerpa á hlutunum aðeins.

IMG_1150

Skelli inn einni mynd af Rexinum þar sem hann var að æfa sig í að gefa eftir, en var ekki alveg að átta sig á hlutunum strax en svo kom þetta bara Wink

Jæja, ætla að hætta í bili. Erum að fara snemma af stað á morgun að ná í heyrúllur í bæinn. Bíð spennt eftir hvernig veðrið verður, vonandi öðruvísi en venjulega þegar við sækjum heyið, hmmm GetLost

Kannski við náum einhverjum myndum af stóðinu okkar, gaman að eiga myndir af þeim á mismunandi tímum.

Bless í bili Joyful


Komið nýtt ár 2009

Gleðilegt nýtt ár. Alltaf finnst mér árin vera fljótari að líða, skrítið.

Erum búin að vera dugleg í útreiðum og hestarnir að verða komnir í gott form. Tangó og Gæfa eru í áframhaldandi tamningu hjá honum Árna. Gæfa kemur mjög vel út með allan gang og verður hross fyrir alla. Hún hefur þroskast mikið og vill mikið tala við mann.

Tangó er mjög viljugur og líka með allan gang og góð gangskil en ennþá soldið óþroskaður.. En algjör grínisti og sítalandi við mann, alveg upprennandi karakter svona Snússalegur ;o)

Tangó frá Tjörnum

 

Þarf að muna eftir myndavélinni oftar þegar við förum uppí hesthús.

Í gær fórum við að sækja hey, sem er ekki í frásögur færandi en alltaf þegar við þurfum að fara að ná í það er alltaf vont veður. Í gær var rok og snjóél og hálka. Þegar við komum í bæinn hætti að snjóa rétt á meðan við settum rúllurnar inn. Það er mjög óvenjulegt þar sem allan síðasta vetur var sko rok og rigning þegar maður var að reyna rúlla þeim inn Blush

Í dag var mjög gott veður og notuðum við daginn óspart í útreiðatúra. Húsbóndinn fór á Mána gamla og ná þeir mjög vel saman, strákurinn fór á Nökkva og húsmóðirin á Glæsi. Svo var Mána skilað og húsbóndinn fór á Glæsi sínum og húsfreyjan á Rex og strákurinn hélt áfram á Nökkva sínum.

Þrá er öll að koma til eftir nýja járningu og smá hvíld. Svarta-Sparta fékk hana Súsie í heimsókn og kom á daginn að hún er með miklar bólgur í baki og bógum. Hún var einnig járnuð uppá nýtt og fékk svo hnykkingu og nudd hjá Súsie. Svo er bara að lónsera hana á tvítaum í viku. Allt aðrar hreyfingar í hryssunni, bara mjög létt á sér og farin að beita bakinu meira. Svo í næstu viku á að ríða henni áfram annan hvern dag og lónsera hana hinn daginn, svo vill Súsie heyra frá okkur hvort hún þurfi að koma einu sinni enn og kíkja á Svörtu-Spörtu.

Súsie sagði við okkur að þetta íslenska hestakyn væri alveg ótrúlegt, héldi alltaf áfram sama hvort þeim liði ílla eða ekki. Hin hestakynin væru löngu orðin hrekkjótt og búin að henda manninum af baki ef þeim liði ílla eða væru með verki.

Jæja, þar til næst Tounge

 


Jóladagar

Picture 030
Rán og Tjörn. Vinur fyrir aftan.
Það að hafa það notalegt á jóladögum er algjör nauðsyn hvort sem það er fyrir okkur eða hrossin Wink
Þegar búið er að standa í jólahreingerningum og innkaupum er alveg ómetanlegt að hafa tíma til að slaka á milli jóla og nýárs. Það er auðvitað bara hjá þeim sem hafa það svo gott að geta fengið frí í vinnunni eða eiga frí hvort sem er.
Við erum búin að vera dugleg að fara á hestbak og koma hrossunum í þjálfun. Þrjú hross hjá okkur eru í tamningu og koma bara vel út Smile og vonandi verður áframhaldið eins þar sem okkur vantar fleiri reiðhross  til að komast í lengri túra.
Eins og er erum við hjónin með sitthvoran reiðhestinn og svo hann Nökkva, þannig að ennþá gengur þetta á meðan túrarnir eru styttri en það mætti alveg breytast þegar líður á.
Laugardagurinn og Sunnudagurinn fór í að raka undan faxi og kvið þar sem kleprar voru farnir að myndast. En fórum samt í alveg feykigóðan útreiðatúr á Laugardag með nágrönnum okkar þeim Veru og Tryggva Grin Bara gaman.
Hún Þrá okkar gamla er orðin hölt á framfót og ætlar dýralæknirinn að koma í dag og kíkja á hana, vonandi það sé eitthvað tilfallandi hjá þessari elsku Frown
Svartan er líka eitthvað skrítin og drusluleg, vonandi ekkert alvarlegt þar á ferðinni en það þarf að skoða hana vandlega.
Í ljósi þess að maður heyrir að hross hafi verið að veikjast þá er maður eðlilega á varðbergi þó svo að okkar hross hafi ekki verið á Kjalarnesinu á beit. En vonandi er ekkert alvarlegra hér á ferð en bara eðlileg framvinda sem maður tekur á.
Setti inn mynd hér efst af Rán og Tjörn þegar þær voru nýkomnar inn í fyrra. Eitthvað voru þær að kalla samtaka í eitthvað áhugavert LoL héldu kannski að nú væri mamman þeirra komin líka.
Fyrir aftan þær stendur hann Vinur minn sem ég þurfti að fella nú í haust vegna spatts Crying 
Ætla að skrifa aðeins seinna um þennan elskulega félaga og reiðhest sem fékk mann til að gleyma stað og stund.
Jæja, þar til næst og farið nú varlega með allt sprengjudótið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband