Færsluflokkur: Lífstíll
20.10.2009 | 17:43
Haustbeit, folöld og tryppi tekin á hús
Jæja, loksins hefur maður haft tíma til að blogga. Veikindi búin að vera hér á bæ eins og kannski á fleiri heimilum
Sunnudaginn 10. október bað hún Helga mig um aðstoð við að fara með hrossin hennar í haustbeit uppí Stardal. Það var auðsótt mál og var ég þá snögg að biðja hana um að koma með okkur að sækja folöldin og koma þeim Væntingu og Perlu á kerru. Það þarf að byrja tamningu á þeim báðum enda orðnar stórar og þroskaðar.
Á leið uppí Stardal. Tók langan tíma að fá Sneril til að standa kyrran til að taka þessa mynd, þar sem honum líkaði ekki að vera langt á eftir hinum
Skrýtin mynd minnir mann á fornar myndir úr Íslendingasögum en þetta er frúin á Snerli !!
Og Helga á Esju og teymir Sylgju og Grímu. Folöldin og Salvör hlaupa á eftir, sú gamla alveg með á hreinu hvert förinni væri heitið
Svo var þeim hleypt beint í hausthagann þar sem önnur hross voru fyrir og tóku þeim bara vel.
Svo var ferðinni heitið í Rauðanes að sækja folöldin og merarnar tvær. Það myndi sko ekki veita af liðsstyrk frá Helgu til að koma Perlu á kerru enda lítið búið að ná því að spekja hana.
En svo þegar maður á von á því versta þá gengur allt eins og í lygasögu enda hafði Helga orð á því að hún hefði ekkert þurft að koma með
En allt komst þetta uppá kerru og bara æðislegt að hafa félagsskap af Helgu. Engar myndir voru teknar þar sem allir voru svo uppteknir að taka nú almennilega á þessu en svo þegar það þurfti ekki þá auðvitað gleymdist myndatakan
En hér koma svo nokkrar myndir þegar við vorum komin í bæinn
Kanslari, Lýsu og Forsetason ásamt einum eigandanum bara meðfærilegur foli í alla staði svona við fyrstu kynni.
Toppur Tjarnarson frekar lítill ennþá og fyndið að sami stærðarmunur er á honum og frænda hans Kanslara, eins og þegar þeir fæddust
Ætlaði að setja inn mynd af Perlu og Væntingu en síðan vill ekki taka við henni
Farið þið nú vel með ykkur í þessari flensutíð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2009 | 01:03
Stóðréttir
Síðustu helgi brá fjölskyldan sér norður yfir heiðar í Stóðréttir í Víðidalstungu.
Það var sko öðruvísi um að litast en hér í borginni
Já, það var sko kallt ef maður var ekki vel klæddur
Hér eru hrossin að koma inn í Almenninginn
Veðrið hafði ekki verið gott daginn áður þegar smalað var. Þá var mikil snjókoma og hvasst svo að um þriðjung hrossanna vantaði enn.
Við tókum þó nokkrar myndir af folöldunum frá Stórhól sem eru undan bræðrunum Glófaxa og Völusteini.
Hér er ein hryssa mjög spes á litin undan Völusteini. Fleiri myndir af folöldunum er inná linknum Glófaxi frá Kópavogi og ef ykkur líst á er um að gera að spjalla við hana Maríönnu á Stórhól og fara að versla þar sem enn eru nokkur folöld óseld.
Eigendur Glófaxa og Völusteins stóðust heldur ekki freistinguna við að kaupa eitt folald. Er það merfolald undan Völusteini og Birtu frá Tjörnum. Birtu þekkjum við fjölskyldan mjög vel enda var hún í okkar eigu áður og þar sem hún eignaðist merfolald sem okkur leist á var ekkert því til fyrirstöðu að eignast hana.
Ekki er komið nafn á dömuna en það kemur fljótlega
Má til með að bæta einni mynd inná líka
Ein greinilega að leggja áherslu á orð sín ,, Ræktunarstefnan skýr og með eldmóð í hjarta,,
Greinilega kemur þessi lína einhverstaðar fram, hmmm, þó svo að þetta hafi nú ekki verið orðin sem notuð voru þarna
Jæja þar til næst
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 00:36
Lýsa sótt á Gýgjarhól
Sunnudaginn 6. sept fórum við norður á Gýgjahól til að sækja hana Lýsu okkar sem fór undir hann Arnodd Þóroddsson frá Auðholtshjáleigu. Mjög góð aðstaða þarna hjá þeim Jóni Olgeiri og Gýgju og það tók enga stund að koma mæðginum uppá kerru.
Það er auðvitað vonast eftir leirljósu merfolaldi að ári en sá sem leigði Lýsu af okkur sagði að ef hann fengi leirljóst þá færi hann heljarstökk, en ef hann fengi leirljóst merfolald þá færi hann tvöfalt heljarstökk!! Við munum auðvitað sannreyna þetta þegar nær dregur
Öll mertryppin að heilsa uppá Lýsu og strákinn hennar.
Skemmtilegt að sjá hvað Tjörn hefur gránað mikið í sumar og svo er eins og hún sé með ljós grátt teppi um sig miðja kannski komist meiri sól á bumbuna hennar áður en hún átti Topp
En Toppur er líka að flýta sér að grána
Vænting og Perla hafa tekið að sér að vera barnapíur fyrir Tjörn og ef yngri tryppin ætla eitthvað að vesenast í honum þá eiga þau ekki von á góðu frá þessum tveimur
Systkinin að skokka saman
Einn allt í einu að taka eftir því að mamma hans er komin langt á undan honum og þá best að hraða sér.
Lýsa að nota tækifærið til að renna af stað á undan hinum.
Nú fer að koma að því að taka Væntingu og Perlu inn í smá skólun. Perla þarf að trimmast aðeins til þar sem að hún er orðin virkilega feit. Það er bara örugglega gott fyrir hana svo að hún fitni nú ekki allt of mikið
Kvittið nú endilega í gestabókina eða fyrir neðan færsluna.
Lífstíll | Breytt 14.9.2009 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2009 | 02:47
Laugardagur 22. Ágúst 2009
Ákveðið var að hittast í Rauðanesi 1 og koma öllum í bíla til að keyra að Valbjarnarvöllum. Í dag átti að ríða um 35 km inn að Seljalandi í Dölum.
Sumir voru komnir fyrr og búið var að koma öllum hrossum í eitt hornið á girðingunni svo að allir gátu farið og beislað sitt hross. Sum hrossin voru þó ekkert á því að láta ná sér en þá var alltaf einhver sem bauðst til hjálpar.
Svo var ákveðið hverjir yrðu í forreið og hverjir fyrir aftan. Síðan þurfti líka að setja einhverja fyrir leiðina tilbaka þegar við byrjuðum að reka svo að hrossin myndu ekki bara renna beint heim í hagann
Eins og alltaf í byrjun var búist við að hrossin yrðu mjög spræk í upphafi reksturs og voru forreiðarmenn búnir að búa sig undir það með góða hesta. En aldrei þessu vant voru þau bara mjög róleg Þannig að þau lestuðu sig líka mjög fljótt.
Bara snilld að sjá hvað hrossin lesta sig vel.
Sigurjón Foreman, frúin og Helgi í forreið, Bjössi tók mynd
Langavatn, ja sko mig man það bara!!!
Svo riðum við upp einstigi meðfram Langavatni og er bara gaman að sjá hvernig hrossin lesta sig, og sérstaklega þegar maður hugsar til þess að þetta er þeim ekki kennt heldur hafa þau þetta bara í sér
Næsta áning var að Torfhvalastöðum, sem er gangnakofi sveitamanna.
Halldóra fyrir utan gangnamannakofann.
Helgi, Halldóra og helvítis kallinn hann Dóri
Af hverju hann heitir það, það veit ég ekki.
Réttin sem hrossin hvíldust í á meðan við áðum.
Eftir góðan áningu og nestun var beislað aftur og lagt á. Hinn kallinn hann Jónas ákvað að ríða með okkur síðasta áfangann að Seljalandi. Mannskapurinn náði vel saman og var mikið rætt og skrafað í rekstrinum.
Næsta áning var í fjallaskarði á milli Langavatnsdals og Laugardals þar sem allir skiptu um hross. Þar þurfti kallinn minn hann Nonni að fá lánshest sem átti að vera viðráðanlegur klár fyrir alla. Þar sem eigandinn var ekki með, en ætlaði að koma sameinast daginn eftir, voru það Helgi og helvítis kallinn hann Dóri sem vissu hver þessi klár var. Helgi fór með Nonna og benti honum á klárinn sem þeir beisluðu, ekkert mál. Svo var lagt af stað aftur og rekið niður fjallaskarðið.
Þegar við komum niður í Laugardalinn sjáum við annað stóð sem var þar fyrir. Höfðum við sem vorum á ungum hrossum dregist aðeins afturúr en í forreið voru Sigurjón og Bjössi. Þeir sem voru á eftir á sprækum hestum voru Nonni, Rakel María, Rebekka og Siggi á Seljalandi ásamt dóttur sinni. Siggi reið fram til Sigurjóns og Bjössa og Bjössi kom tilbaka til hinna til að aðstoða, því stóðið þarna ætlaði sko að sameinast okkar. Nonni, Rakel María og Bjössi snérust í rekstrinum til að halda stóðinu í burtu. Nonni alveg alsæll með þennan barnahest sem alveg stóð fyrir sínu
Allt gekk þetta vel og komum við niður að Seljalandi og settum hrossin beint í hólf á beit.
Rakel María, Rakel Lilja og Gugga ( dóttir Guðrúnar og Dóra)
Allir voða alvarlegir þarna, eitthvað að fara gerast Eins gott að vera viðbúinn.
Þessi var svona viðbúinn
Þegar búið var að koma hrossum fyrir og ath alla hófa sem þyrfti að járna næsta dag var haldið í kjötsúpu hjá Seljalandsfólkinu. Þar fékk Nonni að vita að hesturinn sem hann var á var alls ekki þessi barnahestur sem hann átti að vera á, heldur var þetta hestur sem Helgi var nýbúinn að kaupa af Dóra og átti að vera vakur. Báðir hestarnir voru móálóttir og Nonni hefði sko alveg vitað það að hann tók rangan hest!! Eftir að Helgi var búinn að benda honum á þann hest sem hann átti að fara á Þvílíkir grínistar
Eftir matinn var stórkostleg kvöldvaka með gítarspili og söng. Svo var dansað við góða músikk. Og svo héldu allir til hvílu á skikkanlegum tíma
Lífstíll | Breytt 11.10.2009 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 01:17
Hestaferð í Seljaland
Föstudaginn 21. ágúst 2009 var ákveðið að ríða inn að Seljalandi í Dölum.
Þeir sem fóru með voru: Tryggvi Lone Ranger og Nonni ( sem báðir enduðu með ný nöfn eftir þessa ferð ) Vera, Sigurjón Foreman, Halldóra, Bjössi, Rakel María, Rebekka, Rakel Lilja, hinn kallinn hann Jónas ( pabbi Halldóru) og frúin Síðan sameinuðust okkur á leiðinni frá Rauðanesi, Helvítis kallinn hann Dóri, konan hans hún Guðrún yndislega, dóttir þeirra Gugga, Helgi, Kristján læknir og tvær dætur hans.
Halldóra bæði keyrði og reið hluta ferðar þar sem þau Sigurjón voru með littla krílið og þá var bara skipts á milli gjafa, bara snilld Tryggvi Lone Ranger bílaðist með Hólmari syni sínum á laugardeginum, því þá var konudagur hjá honum, bara snilld svona verkaskipting þegar maður á svona lítil kríli.
Við lögðum af stað frá Rauðanesi um 5 leytið og var ætlunin að ríða að Valbjarnarvöllum um 27 km þetta kvöldið, geyma hrossin þar og keyra svo aftur í Rauðanes og gista þar. Við kallinn vorum með fellihýsið og Tryggvi, Vera og Co fengu að gista í notalega bústaðnum hans Afa bústaðurinn heitir það.
Við ákváðum að teyma hrossin bara uppað Valbjarnarvöllum þar sem þau eru víst vön að vera erfið alltaf fyrsta spölin og vilja snúa við
Gæfa, Ljóska, Rex og Náttrún á góðri ferð.
Rakel María, Nonni, Bjössi og Halldóra nýstokkin úr bílnum og eitthvað að stjórna okkur hinum stjórnlausu
Rakel María og Rebekka sem sagðist líta út eins og Mongólíti með netið, að eigin sögn
Á Valbjarnarvöllum beið hrossanna gott stykki með góðum læk. Skemmtilegt að segja frá því að ég hafði komið oft áður að Valbjarnarvöllum sem lítil stelpa með pabba og mömmu þar sem pabbi er góður vinur bóndas sem bjó þar áður og er víst bróðir bóndans sem býr þar núna
Þegar við komum tilbaka í Rauðanes var hún Fjóla frænka búin að grilla þennan líka frábæra lax fyrir allan mannskapinn sem fékk sér að borða og svo var farið í háttinn.
Lífstíll | Breytt 11.10.2009 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 22:29
Kaldármelar - Rauðanes
Ætla aðeins að bæta inn nokkrum flottum myndum af því þegar við riðum heim frá Kaldármelum
Fjóla og Bjössi í fararbroddi
Fyrsta áin sem farin var yfir. Þessi leið er bara ótrúlega falleg og er alveg víst að hana á ég eftir að fara aftur
Svona náttúruleiðir eru bara perlur, sem á að viðhalda þannig, að alltaf sé hægt að njóta þeirra hvort sem það var fyrir 100 árum eða eftir 100 ár.
Hlaðin rétt fyrir hrossin í einni áningunni.
Inga Lóa í áningu ásamt Patta sem ekki þótti leiðinlegt að hlaupa með en þó þurfti að reiða hann dálítinn spöl undir það síðasta þar sem hann var orðinn sárfættur greyið. En svo var hann sóttur á bílnum
Einn alveg uppgefinn, búinn að sjá til þess að það yrði EKKERT dömufrí á ballinu um kvöldið
Á Grímsstöðum voru þau öðlingshjón, Þura og Trausti, búin að koma upp kaffibás með kaffibrauði sem allir voru fegnir að gæða sér á Það er svo skemmtilegt að ferðast með svona góðum hóp þar sem allir njóta þess að vera saman. Og sumir sáu um skemmtiatriðin
Hér er verið að sýna hann Lúkas í byggingadóm og síðan kom hæfileikasýningin alveg á eftir, með tölti, brokki og skeiði
Ein alveg hugfangin yfir þessum frækna hestamanni sem alveg brilleraði sem Lúkas, dótturdóttir Þuru og Trausta.
Svo var riðið áfram og landslagið bara skemmtilegra.
Ein af mörgum áningum á leiðinni og þarna var aðeins farið að þykkna upp, en bara gott að fá smá vætu
Fleiri myndir í myndaalbúminu
Mæli sko með því að fólk skelli sér í reiðtúra á mýrunum, alveg ógleymanlegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 21:54
Löngufjörur
Föstudagurinn 3. júlí.
Eftir vinnu vorum við búin að taka allt til svo að ekkert var annað en að renna vestur á Mýrar. Þegar þangað var komið voru sko endurfundir í lagi síðan úr sleppiferðinni þar sem við höfðum ekki verið á Fimmtudagskvöldinu og hitt alla.
Þarna voru komin þau eðalhjón Þura og Trausti, Bjössi og svo auðvitað Vera og Tryggvi sem áttu 5 ára brúðkaupsafmæli Og hvar var svo betra að halda upp á það en einmitt á Fjórðungsmóti og svo á Löngufjörum Til hamingju með daginn ykkar, kæru vinir. Fjóla og Inga Lóa gátu ekki verið á mótinu vegna vinnu, en ákváðu að ríða heim með okkur hinum á Sunnudagskvöldi.
Við skelltum upp fellihýsinu og svo voru þau Þura og Trausti skilin eftir í pössunar jobbinu En Ingó og veðurguðirnir voru að spila svo að ekki leiddist þeim á meðan
Þvílíkt og annað eins hafði maður sko ekki upplifað áður Hestinum þótti þetta sjálfum ekki leiðinlegt enda vel tekið á því. Og það voru örugglega fleiri þarna sem voru að fara í fyrsta sinn eins og við, því að maður sá að brosin á andlitunum breikkuðu bara meira og meira. Vá, sko núna voru sko blessuðu moldargöturnar komnar í annað sætið Okkur var seinna sagt að þarna hefðu verið um 150 manns en fjaran bar þetta vel svo að ekki fannst manni að það væri þröngt á þingi.
Jón Væni á Dásemd sem voru búin að ná saman sem eitt Glæsir húsbóndans er ekki alveg búinn að lagast af heltinni þannig að Dásemd var fengin til láns og stóð hún sig eins og hetja
Hittum við einnig þarna ævintýra manninn Thierry held ég að hann heiti Sá sem er búinn að vera á ferðalagi í 2-3 ár á hestbaki. Hefur fengið hesta lánaða hér og þar á þessari ferð sinni. Þarna var hann á brúnum hesti sem hann hafði fengið lánaðann í Reykjavík. Honum fannst skrýtið að fólk hefði verið tregt til að lána honum hesta, hmm er manni sama hverjum maður lánar hestinn sinn? Kannski ef maður á nóg af þeim. Hann reið á tamningamúl og tók myndir í gríð og erg. En hestinum virtist nú ekki líka ílla við hann og svo voru þeir auðvitað búnir að kynnast á leiðinni úr Reykjavík
Vera alsæl á brúðkaupsafmælinu á Óðni
Tryggvi einnig alsæll á Ljóma sínum
Núna með Ljóma og Dásemd í stóðinu, vantar bara hana Snilld Spáið í þessu ef þið riðuð þessum þremur þá væri maður bara í Alsælu alla daga Þurfti aðeins að koma þessu frá mér
Og Bjössi að ná því að bæta á sig smá brúnku fyrir ballið daginn eftir, því að þar yrði sko ekkert DÖMUFRÍ
Sorry, Bjössi minn en þú ert nú með svo breitt bak
Set svo inn mynd af sólarlaginu svona í endann. Bara frábær upplifun í alla staði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 20:36
Kaldármelar 2. júlí
Fimmtudaginn 2. júlí riðu af stað úr Rauðanesi, Fjóla, Inga Lóa, Bjössi, Rebekka og Tryggvi á Kaldármela. Þar sem mörgum langaði að taka þátt í hópreiðinni sem yrði á Föstudagskvöldinu á Löngufjörum var ákveðið að þeir sem gætu myndu ríða þetta kvöld af stað.
Fjóla í einu stoppinu
Jónas mættur upp við Múla
Ásamt Sigurjóni tengdasyni
Okkur skyldist að hópurinn hefði verið 10 klst á leiðinn, ekki leiðinlegt það, en menn kannski orðnir þreyttir þegar þeir lögðust til hvílu á Melunum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 18:29
Frumburður fæddur
Viljum óska Halldóru og Sigurjóni til hamingju með frumburðinn sem fæddist í gær þann 6. júlí
Strákurinn er 18 merkur og 55 sentimetra, bara stór
Hlökkum til að sjá hann og kveðja frá okkur öllum.
Tók mér bessaleyfi og kippti myndinni af flikrinu hjá Sigurjóni:
http://www.flickr.com/photos/21414044@N03/
Fallegur strákur alveg eins og foreldrarnir
Lífstíll | Breytt 8.7.2009 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 20:30
NN frá Kópavogi
Þann 19. júní 2009 leit hann dagsins ljós hann NN frá Kópavogi rauðstjörnóttur.
Lýsan okkar alltaf söm við sig kastar á milli 15. - 20. júní. Samt var maður nú búin að gera sér smá vonir að hún stæði nú með folaldið hjá sér á síðsta degi sleppitúrsins, eins og undanfarin ár, en að vísu vorum við viku fyrr á ferðinni
Við hefðum nú alveg viljað bruna af stað að kíkja á strákinn en þar sem við vorum að fara með Glæsi, Sælu-Dís og Drift í hagann á laugardeginum að þá áváðum við að bíða aðeins og nýta ferðina þó að það hafi nú verið erfitt.
Eftir að hafa komið hrossunum út úr kerrunni tókum við nokkrar myndir og rákum þau síðan í réttina. Fínt að ná þeim núna og kíkja á hófa og gefa ormalyf.
Komin inn í réttina og Vængting stendur hjá folsa litla Ekkert orðin smá stór hún Vænting orðin 4ra vetra. Hún verður tekin inn í haust og gerð reiðfær og einnig verður byrjað að vinna í henni Perlu líka.
Svo náðum við líka þessari flottu mynd af Tjörn og Toppi. Hefði auðvitað verið enn betri ef réttin hefði ekki verið fyrir
Hann er svo sætur elsku litli karlinn. Alveg er ég handviss um að hann sé nú bara Snússinn okkar kominn aftur Svo eru þau bæði alveg einstaklega róleg bæði tvö og ekkert að vera stressa sig neitt yfir hlutunum. Hann skakklappaðist stuttu eftir að myndin var tekin yfir girðinguna
Þarna læddist stráksinn okkar aftan að Toppi og klóraði honum róandi uppá lendinni sem honum virtist líka mjög vel og var ekkert að stressa sig yfir því að vera kominn frá mömmu sinni en mamma fylgdist vel með þó svo að engin læti væru í henni þessari elsku.
Á meðan við vorum að sinna þeim í réttinni komu reiðhrossin og þau fáu tryppi sem eru með þeim. Þurftu sko að kanna hvað var í gangi þarna
Þarna er Gæfa frá Þorkelshóli, sú rauðskjótta 5 vetra, hin dásamlega Dásemd, grá, Ljóska frá Tunguhálsi II, leirljósi rassinn, Rán frá Útverkum, rauðtvístjörnótt og BARA 2ja vetra, svo sést í hann Munda, sem enginn mundi hvað heitir, og svo er hann Glæsir að labba úr mynd
Það var svo gaman hjá henni Rán að það þurfti að taka hlaupa aríu út um allt Set fleiri myndir af syrpunni sem við náuðum í myndaalbúmið.
Set svo eina í lokin af honum NN frá Kópavogi. Vonandi verðum við komin með nafn á hann fljótlega, en það tekur smá tíma þar sem við erum 4 eigendur
Bara sætur strákur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar