Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Lýsa sótt á Gýgjarhól

Sunnudaginn 6. sept fórum við norður á Gýgjahól til að sækja hana Lýsu okkar sem fór undir hann Arnodd Þóroddsson frá Auðholtshjáleigu. Mjög góð aðstaða þarna hjá þeim Jóni Olgeiri og Gýgju og það tók enga stund að koma mæðginum uppá kerru.

Það er auðvitað vonast eftir leirljósu merfolaldi að ári Wink en sá sem leigði Lýsu af okkur sagði að ef hann fengi leirljóst þá færi hann heljarstökk, en ef hann fengi leirljóst merfolald þá færi hann tvöfalt heljarstökk!! Við munum auðvitað sannreyna þetta þegar nær dregur Cool

 

IMG_4606

 

Öll mertryppin að heilsa uppá Lýsu og strákinn hennar.

 

IMG_1505´

 

Skemmtilegt að sjá hvað Tjörn hefur gránað mikið í sumar og svo er eins og hún sé með ljós grátt teppi um sig miðja Tounge    kannski komist meiri sól á bumbuna hennar áður en hún átti Topp LoL

En Toppur er líka að flýta sér að grána

 

IMG_1503

 

Vænting og Perla hafa tekið að sér að vera barnapíur fyrir Tjörn og ef yngri tryppin ætla eitthvað að vesenast í honum þá eiga þau ekki von á góðu frá þessum tveimur Wink

 

IMG_4613

 

Systkinin að skokka saman Kissing

 

IMG_4626

 

Einn allt í einu að taka eftir því að mamma hans er komin langt á undan honum Grin og þá best að hraða sér.

 

IMG_4617

 

Lýsa að nota tækifærið til að renna af stað á undan hinum.

Nú fer að koma að því að taka Væntingu og Perlu inn í smá skólun. Perla þarf að trimmast aðeins til þar sem að hún er orðin virkilega feit. Það er bara örugglega gott fyrir hana svo að hún fitni nú ekki allt of mikið Shocking

Kvittið nú endilega í gestabókina eða fyrir neðan færsluna.

 

 

 

 


Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband