Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
30.8.2009 | 02:47
Laugardagur 22. Ágúst 2009
Ákveðið var að hittast í Rauðanesi 1 og koma öllum í bíla til að keyra að Valbjarnarvöllum. Í dag átti að ríða um 35 km inn að Seljalandi í Dölum.
Sumir voru komnir fyrr og búið var að koma öllum hrossum í eitt hornið á girðingunni svo að allir gátu farið og beislað sitt hross. Sum hrossin voru þó ekkert á því að láta ná sér en þá var alltaf einhver sem bauðst til hjálpar.
Svo var ákveðið hverjir yrðu í forreið og hverjir fyrir aftan. Síðan þurfti líka að setja einhverja fyrir leiðina tilbaka þegar við byrjuðum að reka svo að hrossin myndu ekki bara renna beint heim í hagann
Eins og alltaf í byrjun var búist við að hrossin yrðu mjög spræk í upphafi reksturs og voru forreiðarmenn búnir að búa sig undir það með góða hesta. En aldrei þessu vant voru þau bara mjög róleg Þannig að þau lestuðu sig líka mjög fljótt.
Bara snilld að sjá hvað hrossin lesta sig vel.
Sigurjón Foreman, frúin og Helgi í forreið, Bjössi tók mynd
Langavatn, ja sko mig man það bara!!!
Svo riðum við upp einstigi meðfram Langavatni og er bara gaman að sjá hvernig hrossin lesta sig, og sérstaklega þegar maður hugsar til þess að þetta er þeim ekki kennt heldur hafa þau þetta bara í sér
Næsta áning var að Torfhvalastöðum, sem er gangnakofi sveitamanna.
Halldóra fyrir utan gangnamannakofann.
Helgi, Halldóra og helvítis kallinn hann Dóri
Af hverju hann heitir það, það veit ég ekki.
Réttin sem hrossin hvíldust í á meðan við áðum.
Eftir góðan áningu og nestun var beislað aftur og lagt á. Hinn kallinn hann Jónas ákvað að ríða með okkur síðasta áfangann að Seljalandi. Mannskapurinn náði vel saman og var mikið rætt og skrafað í rekstrinum.
Næsta áning var í fjallaskarði á milli Langavatnsdals og Laugardals þar sem allir skiptu um hross. Þar þurfti kallinn minn hann Nonni að fá lánshest sem átti að vera viðráðanlegur klár fyrir alla. Þar sem eigandinn var ekki með, en ætlaði að koma sameinast daginn eftir, voru það Helgi og helvítis kallinn hann Dóri sem vissu hver þessi klár var. Helgi fór með Nonna og benti honum á klárinn sem þeir beisluðu, ekkert mál. Svo var lagt af stað aftur og rekið niður fjallaskarðið.
Þegar við komum niður í Laugardalinn sjáum við annað stóð sem var þar fyrir. Höfðum við sem vorum á ungum hrossum dregist aðeins afturúr en í forreið voru Sigurjón og Bjössi. Þeir sem voru á eftir á sprækum hestum voru Nonni, Rakel María, Rebekka og Siggi á Seljalandi ásamt dóttur sinni. Siggi reið fram til Sigurjóns og Bjössa og Bjössi kom tilbaka til hinna til að aðstoða, því stóðið þarna ætlaði sko að sameinast okkar. Nonni, Rakel María og Bjössi snérust í rekstrinum til að halda stóðinu í burtu. Nonni alveg alsæll með þennan barnahest sem alveg stóð fyrir sínu
Allt gekk þetta vel og komum við niður að Seljalandi og settum hrossin beint í hólf á beit.
Rakel María, Rakel Lilja og Gugga ( dóttir Guðrúnar og Dóra)
Allir voða alvarlegir þarna, eitthvað að fara gerast Eins gott að vera viðbúinn.
Þessi var svona viðbúinn
Þegar búið var að koma hrossum fyrir og ath alla hófa sem þyrfti að járna næsta dag var haldið í kjötsúpu hjá Seljalandsfólkinu. Þar fékk Nonni að vita að hesturinn sem hann var á var alls ekki þessi barnahestur sem hann átti að vera á, heldur var þetta hestur sem Helgi var nýbúinn að kaupa af Dóra og átti að vera vakur. Báðir hestarnir voru móálóttir og Nonni hefði sko alveg vitað það að hann tók rangan hest!! Eftir að Helgi var búinn að benda honum á þann hest sem hann átti að fara á Þvílíkir grínistar
Eftir matinn var stórkostleg kvöldvaka með gítarspili og söng. Svo var dansað við góða músikk. Og svo héldu allir til hvílu á skikkanlegum tíma
Lífstíll | Breytt 11.10.2009 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 01:17
Hestaferð í Seljaland
Föstudaginn 21. ágúst 2009 var ákveðið að ríða inn að Seljalandi í Dölum.
Þeir sem fóru með voru: Tryggvi Lone Ranger og Nonni ( sem báðir enduðu með ný nöfn eftir þessa ferð ) Vera, Sigurjón Foreman, Halldóra, Bjössi, Rakel María, Rebekka, Rakel Lilja, hinn kallinn hann Jónas ( pabbi Halldóru) og frúin Síðan sameinuðust okkur á leiðinni frá Rauðanesi, Helvítis kallinn hann Dóri, konan hans hún Guðrún yndislega, dóttir þeirra Gugga, Helgi, Kristján læknir og tvær dætur hans.
Halldóra bæði keyrði og reið hluta ferðar þar sem þau Sigurjón voru með littla krílið og þá var bara skipts á milli gjafa, bara snilld Tryggvi Lone Ranger bílaðist með Hólmari syni sínum á laugardeginum, því þá var konudagur hjá honum, bara snilld svona verkaskipting þegar maður á svona lítil kríli.
Við lögðum af stað frá Rauðanesi um 5 leytið og var ætlunin að ríða að Valbjarnarvöllum um 27 km þetta kvöldið, geyma hrossin þar og keyra svo aftur í Rauðanes og gista þar. Við kallinn vorum með fellihýsið og Tryggvi, Vera og Co fengu að gista í notalega bústaðnum hans Afa bústaðurinn heitir það.
Við ákváðum að teyma hrossin bara uppað Valbjarnarvöllum þar sem þau eru víst vön að vera erfið alltaf fyrsta spölin og vilja snúa við
Gæfa, Ljóska, Rex og Náttrún á góðri ferð.
Rakel María, Nonni, Bjössi og Halldóra nýstokkin úr bílnum og eitthvað að stjórna okkur hinum stjórnlausu
Rakel María og Rebekka sem sagðist líta út eins og Mongólíti með netið, að eigin sögn
Á Valbjarnarvöllum beið hrossanna gott stykki með góðum læk. Skemmtilegt að segja frá því að ég hafði komið oft áður að Valbjarnarvöllum sem lítil stelpa með pabba og mömmu þar sem pabbi er góður vinur bóndas sem bjó þar áður og er víst bróðir bóndans sem býr þar núna
Þegar við komum tilbaka í Rauðanes var hún Fjóla frænka búin að grilla þennan líka frábæra lax fyrir allan mannskapinn sem fékk sér að borða og svo var farið í háttinn.
Lífstíll | Breytt 11.10.2009 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar