Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
27.7.2009 | 22:29
Kaldármelar - Rauðanes
Ætla aðeins að bæta inn nokkrum flottum myndum af því þegar við riðum heim frá Kaldármelum
Fjóla og Bjössi í fararbroddi
Fyrsta áin sem farin var yfir. Þessi leið er bara ótrúlega falleg og er alveg víst að hana á ég eftir að fara aftur
Svona náttúruleiðir eru bara perlur, sem á að viðhalda þannig, að alltaf sé hægt að njóta þeirra hvort sem það var fyrir 100 árum eða eftir 100 ár.
Hlaðin rétt fyrir hrossin í einni áningunni.
Inga Lóa í áningu ásamt Patta sem ekki þótti leiðinlegt að hlaupa með en þó þurfti að reiða hann dálítinn spöl undir það síðasta þar sem hann var orðinn sárfættur greyið. En svo var hann sóttur á bílnum
Einn alveg uppgefinn, búinn að sjá til þess að það yrði EKKERT dömufrí á ballinu um kvöldið
Á Grímsstöðum voru þau öðlingshjón, Þura og Trausti, búin að koma upp kaffibás með kaffibrauði sem allir voru fegnir að gæða sér á Það er svo skemmtilegt að ferðast með svona góðum hóp þar sem allir njóta þess að vera saman. Og sumir sáu um skemmtiatriðin
Hér er verið að sýna hann Lúkas í byggingadóm og síðan kom hæfileikasýningin alveg á eftir, með tölti, brokki og skeiði
Ein alveg hugfangin yfir þessum frækna hestamanni sem alveg brilleraði sem Lúkas, dótturdóttir Þuru og Trausta.
Svo var riðið áfram og landslagið bara skemmtilegra.
Ein af mörgum áningum á leiðinni og þarna var aðeins farið að þykkna upp, en bara gott að fá smá vætu
Fleiri myndir í myndaalbúminu
Mæli sko með því að fólk skelli sér í reiðtúra á mýrunum, alveg ógleymanlegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 21:54
Löngufjörur
Föstudagurinn 3. júlí.
Eftir vinnu vorum við búin að taka allt til svo að ekkert var annað en að renna vestur á Mýrar. Þegar þangað var komið voru sko endurfundir í lagi síðan úr sleppiferðinni þar sem við höfðum ekki verið á Fimmtudagskvöldinu og hitt alla.
Þarna voru komin þau eðalhjón Þura og Trausti, Bjössi og svo auðvitað Vera og Tryggvi sem áttu 5 ára brúðkaupsafmæli Og hvar var svo betra að halda upp á það en einmitt á Fjórðungsmóti og svo á Löngufjörum Til hamingju með daginn ykkar, kæru vinir. Fjóla og Inga Lóa gátu ekki verið á mótinu vegna vinnu, en ákváðu að ríða heim með okkur hinum á Sunnudagskvöldi.
Við skelltum upp fellihýsinu og svo voru þau Þura og Trausti skilin eftir í pössunar jobbinu En Ingó og veðurguðirnir voru að spila svo að ekki leiddist þeim á meðan
Þvílíkt og annað eins hafði maður sko ekki upplifað áður Hestinum þótti þetta sjálfum ekki leiðinlegt enda vel tekið á því. Og það voru örugglega fleiri þarna sem voru að fara í fyrsta sinn eins og við, því að maður sá að brosin á andlitunum breikkuðu bara meira og meira. Vá, sko núna voru sko blessuðu moldargöturnar komnar í annað sætið Okkur var seinna sagt að þarna hefðu verið um 150 manns en fjaran bar þetta vel svo að ekki fannst manni að það væri þröngt á þingi.
Jón Væni á Dásemd sem voru búin að ná saman sem eitt Glæsir húsbóndans er ekki alveg búinn að lagast af heltinni þannig að Dásemd var fengin til láns og stóð hún sig eins og hetja
Hittum við einnig þarna ævintýra manninn Thierry held ég að hann heiti Sá sem er búinn að vera á ferðalagi í 2-3 ár á hestbaki. Hefur fengið hesta lánaða hér og þar á þessari ferð sinni. Þarna var hann á brúnum hesti sem hann hafði fengið lánaðann í Reykjavík. Honum fannst skrýtið að fólk hefði verið tregt til að lána honum hesta, hmm er manni sama hverjum maður lánar hestinn sinn? Kannski ef maður á nóg af þeim. Hann reið á tamningamúl og tók myndir í gríð og erg. En hestinum virtist nú ekki líka ílla við hann og svo voru þeir auðvitað búnir að kynnast á leiðinni úr Reykjavík
Vera alsæl á brúðkaupsafmælinu á Óðni
Tryggvi einnig alsæll á Ljóma sínum
Núna með Ljóma og Dásemd í stóðinu, vantar bara hana Snilld Spáið í þessu ef þið riðuð þessum þremur þá væri maður bara í Alsælu alla daga Þurfti aðeins að koma þessu frá mér
Og Bjössi að ná því að bæta á sig smá brúnku fyrir ballið daginn eftir, því að þar yrði sko ekkert DÖMUFRÍ
Sorry, Bjössi minn en þú ert nú með svo breitt bak
Set svo inn mynd af sólarlaginu svona í endann. Bara frábær upplifun í alla staði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 20:36
Kaldármelar 2. júlí
Fimmtudaginn 2. júlí riðu af stað úr Rauðanesi, Fjóla, Inga Lóa, Bjössi, Rebekka og Tryggvi á Kaldármela. Þar sem mörgum langaði að taka þátt í hópreiðinni sem yrði á Föstudagskvöldinu á Löngufjörum var ákveðið að þeir sem gætu myndu ríða þetta kvöld af stað.
Fjóla í einu stoppinu
Jónas mættur upp við Múla
Ásamt Sigurjóni tengdasyni
Okkur skyldist að hópurinn hefði verið 10 klst á leiðinn, ekki leiðinlegt það, en menn kannski orðnir þreyttir þegar þeir lögðust til hvílu á Melunum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 18:29
Frumburður fæddur
Viljum óska Halldóru og Sigurjóni til hamingju með frumburðinn sem fæddist í gær þann 6. júlí
Strákurinn er 18 merkur og 55 sentimetra, bara stór
Hlökkum til að sjá hann og kveðja frá okkur öllum.
Tók mér bessaleyfi og kippti myndinni af flikrinu hjá Sigurjóni:
http://www.flickr.com/photos/21414044@N03/
Fallegur strákur alveg eins og foreldrarnir
Lífstíll | Breytt 8.7.2009 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar