Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
20.10.2009 | 17:43
Haustbeit, folöld og tryppi tekin á hús
Jæja, loksins hefur maður haft tíma til að blogga. Veikindi búin að vera hér á bæ eins og kannski á fleiri heimilum
Sunnudaginn 10. október bað hún Helga mig um aðstoð við að fara með hrossin hennar í haustbeit uppí Stardal. Það var auðsótt mál og var ég þá snögg að biðja hana um að koma með okkur að sækja folöldin og koma þeim Væntingu og Perlu á kerru. Það þarf að byrja tamningu á þeim báðum enda orðnar stórar og þroskaðar.
Á leið uppí Stardal. Tók langan tíma að fá Sneril til að standa kyrran til að taka þessa mynd, þar sem honum líkaði ekki að vera langt á eftir hinum
Skrýtin mynd minnir mann á fornar myndir úr Íslendingasögum en þetta er frúin á Snerli !!
Og Helga á Esju og teymir Sylgju og Grímu. Folöldin og Salvör hlaupa á eftir, sú gamla alveg með á hreinu hvert förinni væri heitið
Svo var þeim hleypt beint í hausthagann þar sem önnur hross voru fyrir og tóku þeim bara vel.
Svo var ferðinni heitið í Rauðanes að sækja folöldin og merarnar tvær. Það myndi sko ekki veita af liðsstyrk frá Helgu til að koma Perlu á kerru enda lítið búið að ná því að spekja hana.
En svo þegar maður á von á því versta þá gengur allt eins og í lygasögu enda hafði Helga orð á því að hún hefði ekkert þurft að koma með
En allt komst þetta uppá kerru og bara æðislegt að hafa félagsskap af Helgu. Engar myndir voru teknar þar sem allir voru svo uppteknir að taka nú almennilega á þessu en svo þegar það þurfti ekki þá auðvitað gleymdist myndatakan
En hér koma svo nokkrar myndir þegar við vorum komin í bæinn
Kanslari, Lýsu og Forsetason ásamt einum eigandanum bara meðfærilegur foli í alla staði svona við fyrstu kynni.
Toppur Tjarnarson frekar lítill ennþá og fyndið að sami stærðarmunur er á honum og frænda hans Kanslara, eins og þegar þeir fæddust
Ætlaði að setja inn mynd af Perlu og Væntingu en síðan vill ekki taka við henni
Farið þið nú vel með ykkur í þessari flensutíð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2009 | 01:03
Stóðréttir
Síðustu helgi brá fjölskyldan sér norður yfir heiðar í Stóðréttir í Víðidalstungu.
Það var sko öðruvísi um að litast en hér í borginni
Já, það var sko kallt ef maður var ekki vel klæddur
Hér eru hrossin að koma inn í Almenninginn
Veðrið hafði ekki verið gott daginn áður þegar smalað var. Þá var mikil snjókoma og hvasst svo að um þriðjung hrossanna vantaði enn.
Við tókum þó nokkrar myndir af folöldunum frá Stórhól sem eru undan bræðrunum Glófaxa og Völusteini.
Hér er ein hryssa mjög spes á litin undan Völusteini. Fleiri myndir af folöldunum er inná linknum Glófaxi frá Kópavogi og ef ykkur líst á er um að gera að spjalla við hana Maríönnu á Stórhól og fara að versla þar sem enn eru nokkur folöld óseld.
Eigendur Glófaxa og Völusteins stóðust heldur ekki freistinguna við að kaupa eitt folald. Er það merfolald undan Völusteini og Birtu frá Tjörnum. Birtu þekkjum við fjölskyldan mjög vel enda var hún í okkar eigu áður og þar sem hún eignaðist merfolald sem okkur leist á var ekkert því til fyrirstöðu að eignast hana.
Ekki er komið nafn á dömuna en það kemur fljótlega
Má til með að bæta einni mynd inná líka
Ein greinilega að leggja áherslu á orð sín ,, Ræktunarstefnan skýr og með eldmóð í hjarta,,
Greinilega kemur þessi lína einhverstaðar fram, hmmm, þó svo að þetta hafi nú ekki verið orðin sem notuð voru þarna
Jæja þar til næst
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar