30.8.2009 | 01:17
Hestaferð í Seljaland
Föstudaginn 21. ágúst 2009 var ákveðið að ríða inn að Seljalandi í Dölum.
Þeir sem fóru með voru: Tryggvi Lone Ranger og Nonni ( sem báðir enduðu með ný nöfn eftir þessa ferð ) Vera, Sigurjón Foreman, Halldóra, Bjössi, Rakel María, Rebekka, Rakel Lilja, hinn kallinn hann Jónas ( pabbi Halldóru) og frúin
Síðan sameinuðust okkur á leiðinni frá Rauðanesi, Helvítis kallinn hann Dóri, konan hans hún Guðrún yndislega, dóttir þeirra Gugga, Helgi, Kristján læknir og tvær dætur hans.
Halldóra bæði keyrði og reið hluta ferðar þar sem þau Sigurjón voru með littla krílið og þá var bara skipts á milli gjafa, bara snilld Tryggvi Lone Ranger bílaðist með Hólmari syni sínum á laugardeginum, því þá var konudagur hjá honum, bara snilld svona verkaskipting þegar maður á svona lítil kríli.
Við lögðum af stað frá Rauðanesi um 5 leytið og var ætlunin að ríða að Valbjarnarvöllum um 27 km þetta kvöldið, geyma hrossin þar og keyra svo aftur í Rauðanes og gista þar. Við kallinn vorum með fellihýsið og Tryggvi, Vera og Co fengu að gista í notalega bústaðnum hans Afa bústaðurinn heitir það.
Við ákváðum að teyma hrossin bara uppað Valbjarnarvöllum þar sem þau eru víst vön að vera erfið alltaf fyrsta spölin og vilja snúa við
Gæfa, Ljóska, Rex og Náttrún á góðri ferð.
Rakel María, Nonni, Bjössi og Halldóra nýstokkin úr bílnum og eitthvað að stjórna okkur hinum stjórnlausu
Rakel María og Rebekka sem sagðist líta út eins og Mongólíti með netið, að eigin sögn
Á Valbjarnarvöllum beið hrossanna gott stykki með góðum læk. Skemmtilegt að segja frá því að ég hafði komið oft áður að Valbjarnarvöllum sem lítil stelpa með pabba og mömmu þar sem pabbi er góður vinur bóndas sem bjó þar áður og er víst bróðir bóndans sem býr þar núna
Þegar við komum tilbaka í Rauðanes var hún Fjóla frænka búin að grilla þennan líka frábæra lax fyrir allan mannskapinn sem fékk sér að borða og svo var farið í háttinn.
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.