26.6.2009 | 20:30
NN frá Kópavogi
Þann 19. júní 2009 leit hann dagsins ljós hann NN frá Kópavogi rauðstjörnóttur.
Lýsan okkar alltaf söm við sig kastar á milli 15. - 20. júní. Samt var maður nú búin að gera sér smá vonir að hún stæði nú með folaldið hjá sér á síðsta degi sleppitúrsins, eins og undanfarin ár, en að vísu vorum við viku fyrr á ferðinni
Við hefðum nú alveg viljað bruna af stað að kíkja á strákinn en þar sem við vorum að fara með Glæsi, Sælu-Dís og Drift í hagann á laugardeginum að þá áváðum við að bíða aðeins og nýta ferðina þó að það hafi nú verið erfitt.
Eftir að hafa komið hrossunum út úr kerrunni tókum við nokkrar myndir og rákum þau síðan í réttina. Fínt að ná þeim núna og kíkja á hófa og gefa ormalyf.
Komin inn í réttina og Vængting stendur hjá folsa litla Ekkert orðin smá stór hún Vænting orðin 4ra vetra. Hún verður tekin inn í haust og gerð reiðfær og einnig verður byrjað að vinna í henni Perlu líka.
Svo náðum við líka þessari flottu mynd af Tjörn og Toppi. Hefði auðvitað verið enn betri ef réttin hefði ekki verið fyrir
Hann er svo sætur elsku litli karlinn. Alveg er ég handviss um að hann sé nú bara Snússinn okkar kominn aftur Svo eru þau bæði alveg einstaklega róleg bæði tvö og ekkert að vera stressa sig neitt yfir hlutunum. Hann skakklappaðist stuttu eftir að myndin var tekin yfir girðinguna
Þarna læddist stráksinn okkar aftan að Toppi og klóraði honum róandi uppá lendinni sem honum virtist líka mjög vel og var ekkert að stressa sig yfir því að vera kominn frá mömmu sinni en mamma fylgdist vel með þó svo að engin læti væru í henni þessari elsku.
Á meðan við vorum að sinna þeim í réttinni komu reiðhrossin og þau fáu tryppi sem eru með þeim. Þurftu sko að kanna hvað var í gangi þarna
Þarna er Gæfa frá Þorkelshóli, sú rauðskjótta 5 vetra, hin dásamlega Dásemd, grá, Ljóska frá Tunguhálsi II, leirljósi rassinn, Rán frá Útverkum, rauðtvístjörnótt og BARA 2ja vetra, svo sést í hann Munda, sem enginn mundi hvað heitir, og svo er hann Glæsir að labba úr mynd
Það var svo gaman hjá henni Rán að það þurfti að taka hlaupa aríu út um allt Set fleiri myndir af syrpunni sem við náuðum í myndaalbúmið.
Set svo eina í lokin af honum NN frá Kópavogi. Vonandi verðum við komin með nafn á hann fljótlega, en það tekur smá tíma þar sem við erum 4 eigendur
Bara sætur strákur
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.