Riðið inn í Skorradal

Laugardagur 6. júní.

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur með fuglasöng og hrossakumri Halo

Ja, sko ef þetta hefði nú verið svona, en jú bjartur var hann og fagur, en við vöknuðum við þvílíkt bílaflaut W00t og héldum að nú væri sko ræs og Sigurjón Foreman væri sko að reka á eftir okkur, svefnpurrkunum.  En þegar allir þustu á fætur, kom í ljós að Bastían sonur Fjólu frænku var kominn út í bíl og byrjaður að ræsa mannskapinn LoL vel á minnst, hann er tveggja ára Joyful

Við byrjuðum á að hita kaffi og borða morgunmatinn. Gaman að sjá hvað Rauðanes fjölskyldan er samrýmd og samhent. Þau voru að segja okkur frá því að sveitungarnir skildu nú ekkert í því hvað þau voru að flytja hrossin alla leið til Reykjavíkur til að sleppa þeim, þegar þau þurftu bara að opna hesthúsið og láta hrossin labba yfir veginn og út á tún!!! Grin  Gaman að þessu.

Eftir matinn tókum við saman allt dótið og settum það sem þurfti áfram, í trússbílana. Ekki þurftum við heldur að vera með gjarðir og múla núna, því nú yrði bara rekið alla leið.  Við tókum saman nesti fyrir daginn og fórum svo til hrossanna. Þau voru nú farin að venjast hvort öðru og rákum við þau öll inn í rétt, beisluðum og tókum svo það hross sem við ætluðum að ríða. Þarna var fín renna sem við gátum rekið eftir til að byrja með og náðum því mesta galsanum úr hrossunum við það. Svo var bara moldargötur áfram að Kaldadals afleggjaranum.

 

F1010024

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áning áður en haldið var áfram inn að Kaldadal. Held að þetta fell sé Ármannsfell, en er ekki viss Woundering

Svo var haldið áfram veginn alla leið að Uxahryggjum. Frábært veður og Skaldbreið skartaði sínu fegursta Smile  Vá, hvað getur verið skemmtilegra en þetta? Jú, bara allur dagurinn framundan Wink

Soldið fyndið að ég skuli vera segja frá landamerkjum og þessháttar, því það er ekki mín sterka hlið þegar ég er komin í hnakkinn og er í ferðalagi, þá er bara að taka inn og njóta alls sem náttúran hefur að bjóða InLove  þannig að tilfinningin og hugarmyndin er það sem eftir stendur, en ekki nöfn og kennileiti.

 

 

F1010018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjóla frænka að láta Trausta festa skeifu hjá sér Wink

 

Þarna áðum við áður en við riðum inn Uxahryggi. Festum skeifur á þá sem þurftu Smile held að það hafi verið 2 sem duttu af frá Skógarhólum. Fínt að hafa Þuru og Traust keyrandi á eftir á Slotinu, sem er nafnið á bílnum þeirra Cool  bara snilld. Bæði fundu þau skeifur og svo flíkur sem runnu af manni í hitanum Wink  Svo var hann, jahérna hér, Fjólumaður, afsakið mig nú alveg!!! Nú man ég hvað börnin heita!!! Delía, Bastían og Óliver, hættið nú alveg, ég get alls ekki munað hvað maðurinn heitir!!! Nú verður einhver að bjarga mér!!!! Svo er þetta örugglega mjög auðvelt nafn, en MINNIÐ hjá manni, maður!!! Skelfilegt.

 

Rekstur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að búið var að koma skeifum undir var hrossum og mönnum vatnað og síðan haldið áfram Joyful

Reksturinn lestar sig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrossin voru bara róleg og lestuðu sig strax eftir góða áningu.  Nú var haldið áfram dálítið grýttan spotta og nú er ég ekki viss hvort þetta var hinn kunni Leggjabrjótur eða hvort hann kom seinna. Þið hin, sem voruð í ferðinni, megið  alveg líka kommenta hér Smile  en öll komment eru líka vel þegin og gott að vita að einhver nennir að lesa rausið í manni Wink

 

 

 

 

F1010017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo komu fleiri moldargötur. Þarna er Vera í eftirreið með okkur Ingu Lóu. 

Nú riðum við áfram á feti og hrossin fylgdust svo vel að, að tími gafst vel í spjall. Þvílík notalegt. Næsta áning var við einhvern gangnamannakofa ( nafnið ?) og þar áðum við vel og borðuðum hádegismat. Trausti og Þura á Slotinu með kaffið og nestið Kissing Bara perlur bæði tvö, væri alveg til í ættleiðingu Wink  aldrei nóg af öfum og ömmum þegar hraðinn á lífinu er að keyra allt um koll.

 

 

 

F1010013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangnamannakofinn. Sigurjón Foreman, fremstur með Gretti, hans hægri hönd, að leggja honum lífsreglurnar Wink   Frá vinstri sitja við kofann:  Bjössi frændi, Tryggvi Lone Ranger og Jón Væni Whistling

 

Eftir mat var lagt á og haldið áfram sem leið lá niður að Skorradalsvatni. Tryggvi Lone Ranger var búinn að fá sumarbústað þar og beit fyrir hrossin á eyðibýli ( man ekki nafnið). Hrossin voru í góðu standi nema Ljóskan okkar, hún var hölt. Halldóra var búin að hafa samband við Jónas pabba sinn og var hann kominn ásamt Rósu, mömmu Halldóru og með kerru til að taka við Ljóskunni og kom líka með tvo aðra hesta til að lána InLove 

Eftir að hafa tekið af hrossunum og gengið frá reiðtygjum vorum við keyrð að sumarbústaðnum. Þar komust allir fyrir í bústaðnum, nema Halldóra og Sigurjón, sem vildu vígja pallhýsið sitt Wink  Gott var að komast í sturtu og Tryggvi Lone Ranger grillaði fyrir mannskapinn. Gat fólk valið um dauðar eða lifandi lundir og bragðaðist þetta mjög vel ásamt veigum og meðlæti Smile

Sumir brugðu sér í pottinn en aðrir sátu og skröfuðu Happy   Svo var einn sem vildi endilega fara á ball í Borgarnesi, ríðandi, og lét vita af því. Svo lagðist viðkomandi í sófann og lét líða VEL úr sér þar til næsta morgun Cool  B..... við nefnum engin nöfn hér Wink

Eftir yndislegan dag með skemmtilegu fólki lögðust allir til hvílu, en þó með eftirsjá, vegna þess að morgundagurinn var síðasti dagur ferðarinnar Woundering

Þið verðið að afsaka að myndirnar eru ekki fleiri, en við hjónin uppgötvuðum að við höfðum gleymt að hlaða myndavélina okkar Blush og urðum við að reyða okkur á,  að fá myndir frá hinum í hópnum.

Held áfram seinna með ferðasöguna Smile  Bless í bili.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar myndir, greinilega góð ferð!

Kolla (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:19

2 identicon

Halló!!. Minn maður heitir Francois, hva ekki svo erfitt nafn að muna, ekki satt ha?

Fjóla (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Fjölskyldan

Já, góan daginn Fjóla mín. Ég og nöfn

Best að koma þessu inn maður næst, ætlaði að skrifa Frans af öllum nöfnum, uffff

Fjölskyldan, 19.6.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband