Sleppitúr 2009

Þann 4. júní sl lögðum við af stað í sleppitúrinn í ár. Þar sem við sleppum hrossunum okkar núna í Rauðanesi á Mýrunum og höfðum aldrei riðið þessa leið áður, þá var nú handhægast að leita til vina okkar Halldóru og Sigurjóns sem þar búa. Halldóra hefur fylgt föður sínum í ferðalögum frá blautu barnsbeini Wink eins og við fengum að heyra Cool  og hafa þau saman ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum verið dugleg við að ferðast á hrossunum sínum. 

Okkar góðu vinir og grannar í hesthúsunum, Tryggvi og Vera ákváðu líka að fara með sín hross í hagabeit þarna. Fimmtudagskvöldið 4. júni lögðum við 4 af stað frá Heimsenda með 12 hross og riðum upp í Helgadal þar sem við fengum pláss fyrir hrossin yfir nóttina. Fyrr um daginn komu þau úr Rauðanesi með sín hross, þannig að alls vorum við með 28 hross.

 

Næsta dag komum við í Helgadal um kl 13 og smöluðum okkar hrossum í réttina og beisluðum þau. Svo smöluðum við restina af hrossunum saman og passaði það akkúrat þegar restin af mannskapnum kom. Við vorum því orðin 8 reiðmenn sem myndu fara þessa 3 daga leið, s.s. Tryggvi, Vera, Sigurjón, Bjössi frændi, Fjóla frænka, Inga Lóa frænka, Nonni og ég Smile  Halldóra var í trússbílnum þar sem hún er enn önnum kafin að leggja lokahönd á að búa til erfingja, hennar og Sigurjóns InLove   Og svo Trausti og Þura sem kæmu um kvöldið.

 

 

F1000026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pissustopp við Skeggjastaði Bjössi og Vera á vaktinni.    Hérna var málið eitthvað með hund sem átti að bjóða fram þjónustu ............ Cool

 

 

Við lögðum á og teymdum öll hrossin uppí Stardal þar sem við settum þau í réttina þar sem ákveðið var að reka þaðan inná Skógarhóla. Eftir gott nestisstopp lögðum við á og slepptum hrossunum af stað. Eins og alltaf var æsingurinn í hrossunum mikill en með því að hafa góða forreiðarmenn róaðist hópurinn fljótt og lestaði sig. Allir voru vel settir með málaraböndin sín í vasanum og gátum við því áð oft á leiðinni og skipt um hross. Það var yndislegt veður og æðislegt að ríða þessa leið.

 

 

F1000023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggvi að vatna Halo við Skeggjastaði

 

 

 

Allt gekk mjög vel á leiðinni, utan það að annað ístaðið hjá Ingu Lóu brotnaði bara alveg af!! Nú voru góð ráð dýr og hún á tamningatryppi. En við gátum stoppað og hún notaði ístaðsólarnar til að halda áfram. Þar sem annar trússbíll var á leiðinni vara ákveðið að biðja þá um að taka ísstöð með, en þá voru þau komin í Mosfellsdalinn. Haldið ekki að perlan hún Helga á Dalsbúi Kissing hafi reddað ístöðum og trússbíllinn gat tekið þau hjá henni.

 

Svo þegar við vorum rétt að koma inná Þingvöll heyrum við líka þennan mótorhjóla hávaða og hrossin bara farin að renna mjög hratt en ekki gátum við séð hvaðan þessi mótorhjól voru að koma. Ég ákvað að reyna að kíkja tilbaka uppá hæðina sem við vorum að koma yfir og athuga hvort ég gæti séð þá. Já, og hvort ég sá þá!!! Áræðanlega um 20 stykki, spænandi og vælandi á reiðgötunni!!! Andskotans, ég varð svo reið að ég sveiflaði písknum alveg brjáluð á móti þeim og gleymdi auðvitað að ég var á Rex sem er ekki alveg að þola hvínandi písk út í loftið!!! Og hann auðvitað prjónaði bara þarna í hringi með mig á baki veifandi písknum, en náði ég þar athygli þeirra á hjólunum, og þeir fóru út á götu og héldu þar áfram. Held að ég hafi ekki verið árennileg þarna Whistling

 

Svo runnum við bara þægilega inná Skógarhóla þar sem fellihýsið beið okkar og Þura og Trausti á hinum trússbílnum og svo ....... ég skammast mín ógurlega því að nú man ég ekki nafnið á manninum hennar Fjólu Blush ásamt sonum þeirra tveimur og dóttur. Nú verðið þið að skamma mig og kommenta hérna fyrir neðan nafnið á manninum. En meinfyndinn er hann og man ég alla brandarana sem hann sagði Wink  svona gullfiskaminni Pinch

 

Eftir að hafa borðað kvöldmatinn og sungið góða söngva, við undirspil Halldóru, skriðum við öll í háttinn Sleeping

 

Ætla að stoppa núna en held áfram seinna með restina af ferðasögunni Smile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jii ég hefði sko líka orðið brjáluð út af þessum hjólum!! urrr.. ef ég næði í rassgatið á svona guttum þá guð hjálpi þeim hehe!

Kolla (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Fjölskyldan

Það versta er að þó svo að maður sé tilbúinn til að deila götum með þessum mótorhjólagaurum að þá eru þeir að leika sér að spæna göturnar sem svo skemmast fyrir hestamönnum. Bæði drulla og grjót sest í veginn.

Við hefðum verið góðar saman Kolla mín að reka á eftir mótorhjólagenginu í stað þess að reka á eftir hrossum

Fjölskyldan, 17.6.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband