7.2.2009 | 21:03
Brrrr brakandi frost.
Síðast liðnar vikur er sko búið að vera brakandi frost og skítkalt. En frábært veður til útreiða, þó svo að túrarnir séu ekki langir. Hestarnir vel frískir í þessu færi og bara gaman að vera á þeim.
Allt gott af okkur að frétta, nema húsbóndinn tognaði í baki og frúin og heimasætan hálfslappar í þessum umgangspestum. En alltaf er samt gott að koma í hlýtt hesthúsið að hirða hrossin og spjalla saman við vini og kunningja
Gæfa er búin að vera í mánuð hjá Árna tamningarmanni og hefur frúin nú tekið við henni til þess að ríða henni og styrkja hana þannig að Árni geti aftur tekið við henni eftir um það bil mánuð og gangsett hana, ef allt gengur vel.
Hún gæti orðið hross fyrir hvern sem er þegar fram í sækir, bara sæt og góð.
Tangó er aftur á móti mjög kraftmikill hestur með allan gang og heldur greinilega að hann sé aðaltappinn á staðnum en er þó fljótt úr honum þegar maður leiðréttir hann og sýnir honum goggunarröðina Það verður gott að sitja hann þar sem hann fer mjög vel með knapann. Hef ekki nýlega mynd af honum er hægt er að sjá myndir af honum á hinni síðunni okkar: http://glofaxi.123.is/blog/
Frúin ákvað að skella sér á reiðnámskeið hjá Ella Sig sem Andvari er með. Tók hún með sér hann Rex flotta sem hún Birgitta frænka í Noregi á ásamt fjölskyldu sinni Bæði hafa hrossin og maður sjálfur gott af því að fara á reiðnámskeið og skerpa á hlutunum aðeins.
Skelli inn einni mynd af Rexinum þar sem hann var að æfa sig í að gefa eftir, en var ekki alveg að átta sig á hlutunum strax en svo kom þetta bara
Jæja, ætla að hætta í bili. Erum að fara snemma af stað á morgun að ná í heyrúllur í bæinn. Bíð spennt eftir hvernig veðrið verður, vonandi öðruvísi en venjulega þegar við sækjum heyið, hmmm
Kannski við náum einhverjum myndum af stóðinu okkar, gaman að eiga myndir af þeim á mismunandi tímum.
Bless í bili
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ert þú nokkuð á sama námskeiði og hún agnes? Hún er á hesti undan meri sem ég seldi henni:)
Helga Skowronski (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:08
Veit ekki, gæti verið. Hvernig er hesturinn á litinn? Ég er á laugardögum kl 10.
Fjölskyldan, 8.2.2009 kl. 18:12
Gaman að fylgjast með ykkur.. flott hjá þér að skella þér á námskeið!! Ohh mig langar bara líka!
Ég og litli hestamaðurinn minn verðum komnar á stjá áður en við vitum af :)
Kolla (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.