18.1.2009 | 22:41
Komið nýtt ár 2009
Gleðilegt nýtt ár. Alltaf finnst mér árin vera fljótari að líða, skrítið.
Erum búin að vera dugleg í útreiðum og hestarnir að verða komnir í gott form. Tangó og Gæfa eru í áframhaldandi tamningu hjá honum Árna. Gæfa kemur mjög vel út með allan gang og verður hross fyrir alla. Hún hefur þroskast mikið og vill mikið tala við mann.
Tangó er mjög viljugur og líka með allan gang og góð gangskil en ennþá soldið óþroskaður.. En algjör grínisti og sítalandi við mann, alveg upprennandi karakter svona Snússalegur ;o)
Þarf að muna eftir myndavélinni oftar þegar við förum uppí hesthús.
Í gær fórum við að sækja hey, sem er ekki í frásögur færandi en alltaf þegar við þurfum að fara að ná í það er alltaf vont veður. Í gær var rok og snjóél og hálka. Þegar við komum í bæinn hætti að snjóa rétt á meðan við settum rúllurnar inn. Það er mjög óvenjulegt þar sem allan síðasta vetur var sko rok og rigning þegar maður var að reyna rúlla þeim inn
Í dag var mjög gott veður og notuðum við daginn óspart í útreiðatúra. Húsbóndinn fór á Mána gamla og ná þeir mjög vel saman, strákurinn fór á Nökkva og húsmóðirin á Glæsi. Svo var Mána skilað og húsbóndinn fór á Glæsi sínum og húsfreyjan á Rex og strákurinn hélt áfram á Nökkva sínum.
Þrá er öll að koma til eftir nýja járningu og smá hvíld. Svarta-Sparta fékk hana Súsie í heimsókn og kom á daginn að hún er með miklar bólgur í baki og bógum. Hún var einnig járnuð uppá nýtt og fékk svo hnykkingu og nudd hjá Súsie. Svo er bara að lónsera hana á tvítaum í viku. Allt aðrar hreyfingar í hryssunni, bara mjög létt á sér og farin að beita bakinu meira. Svo í næstu viku á að ríða henni áfram annan hvern dag og lónsera hana hinn daginn, svo vill Súsie heyra frá okkur hvort hún þurfi að koma einu sinni enn og kíkja á Svörtu-Spörtu.
Súsie sagði við okkur að þetta íslenska hestakyn væri alveg ótrúlegt, héldi alltaf áfram sama hvort þeim liði ílla eða ekki. Hin hestakynin væru löngu orðin hrekkjótt og búin að henda manninum af baki ef þeim liði ílla eða væru með verki.
Jæja, þar til næst
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.