Jóladagar

Picture 030
Rán og Tjörn. Vinur fyrir aftan.
Það að hafa það notalegt á jóladögum er algjör nauðsyn hvort sem það er fyrir okkur eða hrossin Wink
Þegar búið er að standa í jólahreingerningum og innkaupum er alveg ómetanlegt að hafa tíma til að slaka á milli jóla og nýárs. Það er auðvitað bara hjá þeim sem hafa það svo gott að geta fengið frí í vinnunni eða eiga frí hvort sem er.
Við erum búin að vera dugleg að fara á hestbak og koma hrossunum í þjálfun. Þrjú hross hjá okkur eru í tamningu og koma bara vel út Smile og vonandi verður áframhaldið eins þar sem okkur vantar fleiri reiðhross  til að komast í lengri túra.
Eins og er erum við hjónin með sitthvoran reiðhestinn og svo hann Nökkva, þannig að ennþá gengur þetta á meðan túrarnir eru styttri en það mætti alveg breytast þegar líður á.
Laugardagurinn og Sunnudagurinn fór í að raka undan faxi og kvið þar sem kleprar voru farnir að myndast. En fórum samt í alveg feykigóðan útreiðatúr á Laugardag með nágrönnum okkar þeim Veru og Tryggva Grin Bara gaman.
Hún Þrá okkar gamla er orðin hölt á framfót og ætlar dýralæknirinn að koma í dag og kíkja á hana, vonandi það sé eitthvað tilfallandi hjá þessari elsku Frown
Svartan er líka eitthvað skrítin og drusluleg, vonandi ekkert alvarlegt þar á ferðinni en það þarf að skoða hana vandlega.
Í ljósi þess að maður heyrir að hross hafi verið að veikjast þá er maður eðlilega á varðbergi þó svo að okkar hross hafi ekki verið á Kjalarnesinu á beit. En vonandi er ekkert alvarlegra hér á ferð en bara eðlileg framvinda sem maður tekur á.
Setti inn mynd hér efst af Rán og Tjörn þegar þær voru nýkomnar inn í fyrra. Eitthvað voru þær að kalla samtaka í eitthvað áhugavert LoL héldu kannski að nú væri mamman þeirra komin líka.
Fyrir aftan þær stendur hann Vinur minn sem ég þurfti að fella nú í haust vegna spatts Crying 
Ætla að skrifa aðeins seinna um þennan elskulega félaga og reiðhest sem fékk mann til að gleyma stað og stund.
Jæja, þar til næst og farið nú varlega með allt sprengjudótið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

gaman að sjá þessar fallegu myndir hjá þér af hestunum, takk fyrir bloggvináttu á árinu sem er að líða.

Gæfan fylgi ykkur og hestunum á árinu 2009

Ragnheiður , 29.12.2008 kl. 20:10

2 identicon

Kvitt, kvitt fyrir innlitið. Ég fylgist með svo endilega verið dugleg að skrá fréttir líðandi stunda. Ég öfunda ykkur sko helling af þessu jólahestastússi, þetta er svo yndislegt þegar maður hefur stund á milli jólaboðanna að dunda sér smá í hestunum.. það er líka svo ótrúlega góð lykt af þeim núna! Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt með Þrá og Spörtu.

Kveðja Kolla og litli hestamaðurinn í bumbunni :)

Kolla (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Fjölskyldan

Takk fyrir okkur sömuleiðis, Horsí og megi gæfan fylgja þér og þínum á komandi ári.

Takk fyrir innlitið Kolla mín ;o) Já, ég man alveg eftir því þegar maður komst ekki neitt á bak fyrir bumbubúanum í manni sjálfum ;o)) En þú verður klárlega að taka eitt hross inn á næsta ári til að venja litla hestamanninn í bumbunni við ;o))) 

Það er alveg ferlega notalegt að vera í hesthúsinu þessa dagana, bara æðislegur tími. Þú v erður að koma og kíkja við hjá okkur við tækifæri ;o)

Hjá bæði Spörtu og Þrá má rekja sumt til skóbúnaðarins en annað þarf  að skoða betur.

Fjölskyldan, 30.12.2008 kl. 14:24

4 identicon

kvitt kvitt

kveðja

Helga Skowronski (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband