Dagur í heshúsinu

Fórum með krakkana í hesthúsið einn sunnudaginn. Það var ágætisveður en rosalega kalt þannig að reiðtúrinn varð bara stuttur Wink

Húsbóndinn ákvað að þrífa hesthúsið á meðan frúin og krakkarnir skelltu sér á bak. Náðum nú ekki góðum myndum en ætla að setja samt eina inn af okkur í reið og svo eina af systkinunum sem voru bara samtaka á klárunum Joyful

Systkinin

Strákurinn á Nökkva og stelpan á Þránni. Nökkvi er að verða 12 vetra í vor, eins og strákurinn Grin og Þráin verður 23 í vor og bara enn spræk með krakkana Kissing

Hér er svo mynd af okkur þremur

Gaman saman ;o)

Náðum svo betri myndum inni í gerðinu þegar við komum til baka. Þegar við náum góðum myndum af þeim kem ég til með að setja fleiri inn.

Þráin mín ;o)

Flottur hálfmáni á Þránni.

Var að reyna að ná góðri andlitsmynd af henni en gékk ekki, kemur á óvart, ha?

Tangó

Svo er það hann Tangó Mózartsson.

Hann er fyrsta folaldið sem við fengum með Lýsu okkar. Hann er 4ra vetra og er aðeins búið að eiga við hann og verður svo haldið áfram með hann í vetur. Allur gangur laus.

Nökkvi

Hér er svo hann Nökkvi sem við keyptum sl vor. Ástæðan fyrir kaupunum var að þegar Snússinn okkar var felldur sl haust, var ekki hestur til fyrir strákinn. Ekki var nú auðvelt að fylla skarð Snússa en hann Nökkvi er alger öðlingur, og soldill sérvitringur en honum og stráksa semur mjög vel. Annars getur hver sem er riðið Nökkva, þó hann sé klárgengur mjög, og brokkar nær eingöngu. En brokkið er mjúkt og fer vel með mann, en ég hef þó náð nokkrum töltsporum úr honum og sér maður til hvort það verður haldið áfram með það Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband