27.11.2008 | 23:10
Langt síðan síðast......
Ja, hérna hér, það er bara orðið langt síðan að maður hefur sest niður og bloggað
Ef mér telst rétt til væri ég alveg til í að fá 4 klst til viðbótar við sólarhringinn.
Við höfum nú verið dugleg að ríða út og og krakkarnir með. Það er alveg ómetanlegt að hafa tvo góða hesta sem hægt er að treysta fyrir gimsteinunum sínum og allir geti farið í útreiðartúr saman þá er samkomulagið bara miklu betra.
Verst að geta ekki skellt inn myndum af reiðmönnunum tveimur þar sem myrkrið skellur alltaf á svo snemma, en við erum þó heppin að hafa upplýstan reiðstíg sem hentar vel svona í fyrstu túrana á meðan verið er að koma hrossunum í form. Verð að muna eftir myndavél um helgina.
Á Sunnudaginn síðasta, átti ritarinn hér afmæli, sem væri ekki í frásögur færandi en fyrir það að ég var alveg alsæl með daginn Byrjuðum á því að fara og ná í hey til Ingu og Simma og tókum auðvitað myndir af litla stóðinu okkar sem kom hlaupandi til okkar um leið og þær glittu í okkur
Þær eru enn í góðum holdum enda kafbeit ennþá þarna.
Svo er ein góð af henni Rán
Og svo þær Tjörn og Vænting
Og síðast hún Lýsa sem er að byrja að fara í vetrarbúning
Svo lögðum við af stað í bæinn og brunuðum uppí hesthús. Þegar þangað var komið var þá ekki hún Jóhanna Kristín http://www.123.is/vedratta/page/11621/ komin með fylgdarliði með meiru enda að taka inn þá félaga Gutta frá Ásgarði og hann Safír. Þeim var bara dengt út í gerði og svo restin úr húsinu okkar. Engin læti í þeim félögum enda mjög kurteisir og vel upp aldnir og féllu bara vel inní hópinn hjá hinum
Svo var að koma rúllunum inn og brettu þá allir upp ermar og komust rúllurnar bara fljótt og vel inn enda ekki erfitt verk þegar margar hendur hjálpast að. Við fórum svo að moka og gefa og Jóhanna fór að skila hestakerunni og kom svo tilbaka. Við notuðum þá tækifærið til að bjóða henni á hestbak með okkur svona til að koma henni í gírinn enda ekki búið að járna hjá henni. Heimasætan fór á Þránni, húsbóndinn á Glæsi sínum, húsfreyjan á Rexinum og Jóhanna á Nökkva. Bara flott útreiðarveður og klárarnir frískir. Svo var sett inn og hlustað á besta og flottasta hljóð í heimi sem er þegar hrossin maula tugguna. Svo var drifið í heimförina enda ætlunin að elda góðan mat og slappa svo vel af
Mig langar líka til að benda ykkur hér á flott og hreyfingafalleg folöld sem eru til sölu hjá henni Maríönnu á Stórhól : http://album.123.is/?aid=120492
Um að gera að fara í gegn um albúmið þar sem skrifað er við myndirnar undan hverjum folöldin eru og svo hvort þau eru seld eða ekki.
Setningarnar hérna fyrir ofan eru alveg út og suður!! Vonandi að þetta lagist en bless þar til næst
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott folöld hjá Maríönnu. Ekki gott að skoða folaldamyndir . Nú er ég ástfangið með Evufolald .
Sabine Sebald, 28.11.2008 kl. 11:55
Bara endilega að tala við hana, því þetta eru mjög góðar og vel ættaðar hryssur sem hún er með
Fjölskyldan, 28.11.2008 kl. 13:34
Jæja þá kemur pistillinn frá Karlinum. Karlinn er orðinn svo samdaunaður að vera með hestakerru eða heykerru aftan í sér að þegar hann fer upp í rúm þá þarf hann að bakka rétt þannig að kerran komist fyrir líka
Þegar kerlan talar um það að bretta upp ermarnar þá þýðir það " Áfram með þig karlinn þú getur þetta allveg, ég er að fara að kemba og þegar þú ert búinn með þetta þá ertu bara eftir að MOKA"
Karlinn (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:21
Til hamingju með daginn elsku dúllan mín:)
Folöldin hennar maríönnu eru öll undan hesti frá Héraðsdal - það vantar mynd af þeim kappa:)
Skjóna mín er frá Héraðsdal
Helga Skowronski (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.