Girðingavinna

Síðastliðinn laugardag fórum við fjölskyldan til Ingu og Simma til að fara yfir girðingar þar sem við ætluðum að setja Lýsu og hryssurnar í stærra stykki. Við komum þangað um hádegið og byrjuðum að fara af stað með Ingu á traktornum á undan okkur. Alltaf notalegt að koma þarna í elskulegheitin hjá þeim hjónum Wink

Það þurfti að setja niður einn hornstaur sem Simmi kom með og var það auðvelt með traktornum. Svo var bara að ganga meðfram girðingunni. Krakkarnir fengu nú alveg víðáttubrjálæði og ruku niður í fjöru að leika og urðum við ekki vör við þau langa stund. Þarna munu hrossin okkar vera næsta sumar og hafa það gott. Alveg kafbeit og stór tjörn sem ekki þornaði í mestu þurrkunum í sumar. En svo er þarna líka drykkjarskál sem hægt er að tengja inn á vatnslögnina ef ske kynni að allt þornaði upp. Við dunduðum okkur þarna mest allan daginn og komum svo inn í kaffi á eftir. Skemmtilegt að vera svona í útivinnu og með duglegum krökkum sem alltaf gátu hjálpað eitthvað Whistling

Áður en við fórum inn í kaffi ákváðum við að taka nokkrar myndir af merunum ;o) á meðan birtan var.IMG_2809 Perla mín komin uppá einn af hraundröngunum sem koma til með að mynda gott skjól í vetur.    

                                                                                                   Vænting                                                                                                           Og Vænting ekki langt frá henni þar sem þær voru ekki alveg búnar að samlagast hinum sem höfðu komið hálfum mánuði áður.

Sáum við þær ekki alveg strax en þegar við gerðum það var alveg eins og þær hefðu stillt sér upp í fjölskyldumyndatöku Joyful                                                                                                                        Lísa og skvísurnar Fremst liggur Tjörn, brún/grá, Lýsu-og Töfradóttir( Selfossi), fyrir ofan hana Rán, rauðtvístjörnótt, Lukku-og Karradóttir(Neðra-Seli), við hliðina á henni er Gná, jarpvindótta, Deplu-og Trymbilsdóttir(Akurey 1), Gríma, moldótta, kíkir yfir bakið á Gná Wink, Gríma er Gyðju-og Trymbilsdóttir, Silfra, móvindótta, Drottningar-og Brekadóttir( Brúarreykjum), aftast er svo Lýsa okkar, leirljósa, Lóu-Blesu-og Asadóttir(Brimnesi).   Fallegt faxið á þeim vindóttu, algjörar ljóskur.                                                                                                                                                                                                                         IMG_2826 Silfra                                                                        IMG_2828  Gná.                                                                              IMG_2827    Gríma með grímuna yfir augun og Rán við hliðina á henni. IMG_2829    Og krúttið hún Tjörn, sem virtist vera alveg nývöknuð, hehhe.    Eftir kaffið fórum við aftur út og hleyptum þeim yfir í hitt stykkið. Vá hvað þær voru ánægðar Joyful  þær héldu að nú væru þær gjörsamlega frjálsar og hlupu alveg eins og vitlausar niður allt túnið. Við drifum okkur í bæinn og byrjuðum á hesthúsinu að hleypa út liðinu þar. Erum komin með 7 hross inn og bíðum enn eftir einu henni Gæfu sem er að koma að norðan beint út tamningu. Það verður gaman að kynnast henni aftur og fara í útreiðatúra. Svo bíðum við bara eftir að leigjandinn komi nú inn með sín 2 hross og þá verðum við komin með fullt hús Smile   Hafið það sem allra best og vonandi fýkur nú ekki allt í burtu hjá ykkur í þessum ægilega vindi sem er búinn að blása í allt kvöld Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur þá er Karlinn ekki að fara vel út úr þessari fjölskylduferð,  varla búinn að jafna mig á fjallsballerínuhoppinu og er þá settur í girðingavinnu .  365 göt eru á fingrunum eftir þessa gaddavíra + nokkur á stöðum sem ekki má nefna hérna .      Enn allveg eru þessar ferðir þess virði því maður gleymir bæði stund og stað og þarna er ekkert krepputal.

Karlinn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:26

2 identicon

Til hamingjum með nýju síðuna gaman að fylgjast með ykkur hér

Birgir H.Björnsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Fjölskyldan

Takk fyrir innlitið Biggi, bara gaman að rausa

Fjölskyldan, 5.11.2008 kl. 20:38

4 identicon

Vá flott stykki sem þið eruð með.....loksins loksins

rosalega lítur hún tjörn vindótt út á þessum myndum, virkilega dulafullt.

Heyrumst vinkona

Helga Skowronski (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:39

5 identicon

Vá flott stykki sem þið eruð með.....loksins loksins

rosalega lítur hún tjörn vindótt út á þessum myndum, virkilega dulafullt.

Heyrumst vinkona

Helga Skowronski (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Sabine Sebald

Æ, flottar myndir og sætar hestar ;o)

Sabine Sebald, 28.11.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hestasport

Höfundur

Fjölskyldan
Fjölskyldan
Áhugamálið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1566
  • IMG_1557
  • IMG_1545
  • IMG_1544
  • IMG_1556

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband