1.11.2008 | 01:14
Hrossafluttningar
Svona inná milli sem ég kynni hrossin okkar var ég að hugsa um að setja inn hér atburði í lífi okkar fjölskyldunnar.
Síðasta mánuð höfum við hjónin verið dugleg í hrossafluttningum. Og er þetta búið að vera svo mikil keyrsla með kerrur aftan í bílnum okkar að kallinn er farinn að segja að um leið og hann setjist uppí bílinn okkar þá haldi hann að kerra sé aftan í bílnum og keyri í samræmi við það. Skilur svo ekkert í að aðrir flauti á hann óspart þegar hann tekur borgarstjórabeygjurnar með enga kerru í eftirdragi!!!Við vorum svo heppin að hafa fundið stað þar sem við getum haft öll okkar hross á sama stað. Þar sem við höfum keypt heyið okkar undanfarin ár, voru þau svo elskuleg hjónin Inga og Simmi að geta tekið við okkur.
Jæja, fluttningarnir í haust hófust á því að þegar að bræðurnir Glófaxi og Völusteinn voru búnir að vera í viku inni hjá okkur í hesthúsinu í smá re-orientation ( svona Stellu í orlofi námskeiði) þá keyrðum við Glófaxa í tamningu við Akranes og Völustein í Ásgarðinn til Ransýjar. Ég var nú ekki að hafa fyrir því að segja Ransýju að við værum á hraðferð þar sem við vorum líka á leiðinni austur að sækja litlu trippin. En þessi elska var búin að hella uppá kaffi og baka vöfflur fyrir stórfjölskylduna og þurftum við þá að taka þetta inn seinna Fyrigefðu Ransý mín, ég veit að þú vildir alveg sýna okkur hvað fjarstýringarnar þínar virkuðu vel á heimilistækin og hvað Busla og Súsý voru orðnar duglegar að framreiða Ég bara næ þessu ekki hjá henni Ransý hvað hún er dugleg í þessu öllu saman. Hún þyrfti sko að halda námskeið fyrir okkur hinar
Jæja og við austur að sækja Lýsu, Þrá og mertryppin 5. Fengum við vin okkar til að aðstoða okkur á sínum fína fluttningabíl til að taka þessar 7. Þrá og Lýsa búin að hafa það gott í Kaldárholti í stykkinu hennar Lilju, www.hrossasott.com Bara feitar og fínar þessar elskulegu maddömur okkar og löbbuðu bara fínt uppá bílinn. Svo fórum við í Kastalabrekku að sækja tryppin, Tjörn, Rán, Grímu, Silfru og Gná. Bara fín og góð aðstaða þarna. Það var búið að smala um morguninn og biðu þær eftir okkur í einni stíunni. Þær voru líka feitar og pattaralegar eftir sumarið og vel hugsað um þær. Svo var bara að kanna hvort þær myndu eftir því að þær væru band- og kerruvanar. Ekki málið, bara flottar þessar elskulegu dömur. Við vorum með þær inni í hesthúsinu í viku til að skerpa aðeins á Stellu aðferðinni, sem virðist hafa dugað vel hingað til
18.10. 2008.
Við keyrðum Lýsu, og mertryppin 5 til Ingu og Simma í stykkið. Þar voru þau hjónin búin að girða minna stykki þar sem við settum þær inn þar sem við áttum eftir að koma með 2-3 önnur sem eiga að ganga úti í vetur. Svo héldum við áfram norður til að sækja 3 önnur sem höfðu verið úti. Við komum í Litluhlíð til Mörtu og Adda um kvöldið. Snemma næsta morgun fórum við að reyna að ná í Mána gamla, hestinn hans pabba. Hann var uppi í fjalli með stóðinu. Hann var auðvitað taminn og átti bara vera hægt að ganga að honum og mýla. Jæja, Addi var komin til hans, búinn að gefa honum brauð og alles og ætlaði svo að koma múlnum á. En, NEI, hann man víst ekki eftir Stellu í orlofi uppeldinu!!! Andskotans!! Þetta kostaði 3 klst í eltingaleik fram og til baka uppí í fjalli!! Og þið vitið að við sem erum sko ekki með ballet-fíguru eða limaburð þá getur þetta sko orðið ansi ÓFYNDIÐ EN að lokum tókst þetta, allt Adda að þakka. Máni kominn í aðhald í gerði Svo var að ná í Væntingu. Bara ekkert mál að mýla hana, hún mundi sko eftir Stellu hehhe. Svo var bara að labba með hana niður í hesthús til Mána. Ja, sko þá fékk ég að muna eftir því að við hlaupum sko ekki eins hratt og hestar, því Vænting ætlaði sko bara að hlaupa þangað með MIG í eftirdragi. ANDSKOTINN sko hún Stella var sko ekki að virka, svo að við hringsóluðum niður í rétt og líðanin á frúnni var sko eins og hún hefði teygað 7 skot af von Baron appelcorn !!!! Og svo uppá kerru með þetta fja....s lið. Svo flýttum við okkur að þakka fyrir okkur hjá húsráðendum til að ná í bæinn um kvöldið. Svo var brunað af stað á Tjarnir þar sem við þurftum að sækja Perlu litlu. En Perla var bara orðin rosa stórt tveggja vetra trippi og bara ekkert búið að eiga við hana. Við auðvitað beittum Stellu óspart og tókst í lokin að mýla hana og binda svo utan á taminn hest og svo uppá kerru. Þökkum kærlega fyrir okkur Kjartan og Sigurlaug alltaf gaman að koma til ykkar. Nú svo var lagt í´ann suður heiðar. Bara brjálað veður eða þannig mín skíthrædd í bíl þegar rok er og smá hálka. En elsku kallinn minn rosa góður bílstjóri og NÚNA með KERRU aftan í bílnum bara algjör snilli.
Ætlunin var að hafa þessi 3 inni með Þrá og setja þau svo aftur út hjá Ingu og Simma. En Máni kom svo vel út úr skoðuninni hjá Björgvini dýral að hann verður áfram inni í vetur til brúkunar. Ég ætlaði sko að nota Stellu vel á Perlu svo að hún yrði nú bandvön áður en hún færi út ásamt Væntingu til hinna hryssnanna. Vikan varð nú samt að tveimur þar sem Perla var nú ekki alveg að gefa sig. En þegar leynivopnið hann Ármann Stínumaður mætti á staðinn og teymdi Perlu tvisvar að þá gaf hún sig. Enda Stella búin að hreiðra um sig og svo mætti Ármann með sitt leynivopn og allt small saman. Perla bara orðin TAMIN
31.10. 2008
Í dag keyrðum við svo Perlu og Væntingu í stykkið hjá hinum 6 hryssunum. Æðislegt að sjá svona marga liti saman komna. Leirljóst, brúnt/grátt, rauðtvístjörnótt, moldótt, móvindótt, jarpvindótt, rauðskjótt og gráskjótt. Svo gæti nú Lýsa komið með moldótt á næsta ári þar sem hún er með fyl undan Forseta.
Enn héldum við áfram að sækja reiðhrossin austur fyrir fjall á Baugsstaði hjá Gumma, bróður Lilju, og Sjöfn konu hans. Þarna voru þeir fjórir, Glæsir, Rex, Tangó og Nökkvi. Við ákváðum að taka Tangó og Nökkva í fyrsta holli í tveggja hesta kerrunni þar sem þeir gætu reynst erfiðari en hinir. Ekki málið að ná þeim tveimur og beint uppá kerru Brunað í bæinn og inní hesthús með þá og svo austur aftur að sækja hina tvo. Urrr afhverju láta tamdir hestar svona, ekki bara þeir heldur Máni líka fyrir norðan. Jújú við náðum þeim alveg en báðir ákváðu þeir að þeir ætluðu BARA með framfæturnar uppá kerru!!!! Jæja loksins tókst þetta og brunað í bæinn með þá líka. Svo áttum við bara eftir að sækja Svörtu-Spörtu uppí Stardal. Hringdum í Helgu Skowronski http://www.123.is/helgadalshestar/default.aspx?page=blog og spurðum hvort hún vildi bara ekki nýta sér ferðina hjá okkur og ná í sína hesta líka fyrst við værum með kerru hvort sem er. Jújú ekki málið og hún bara, þessi elska, kom labbandi á móti okkur vafin í neonkaðli eins og lítið jólatré og með brauðpokana dinglandi utan á sér, svo að við sæjum hana nú áræðanlega í myrkrinu!!!! Svo að við ákváðum að reyna að snúa við á þessu smá plássi. Helga kemur hressileg inní bíl og segir að það sé ekkert mál að snúa hér við því stórar rútur geri það ALLTAF. Ég búin að bjóðast til að fara út og opna hlið þarna til að fá meira pláss á veginum, en NEI, þarna VARÐ kallinn að snúa við hvað sem tautaði og raulaði Svo héldum við áfram. Fórum úr bílnum við Stardal, settum upp kaðalinn góða, og kölluðum í hrossin í myrkri og þoku. Og hvað haldiði??? Þessar elskur Snerill fyrstur, svo Gríma og svo Svarta-Sparta komu bara hlaupandi og við mýldum þau. Uppá kerru með Sneril og Grímu og ég beið með Svörtuna mína á meðan þau fóru fóru uppí Helgadal. Svo kom kallinn til baka og Svartan uppá kerru eins og hún hafi ekkert annað gert um æfina. Við brunuðum uppí hesthús þar sem öll hersingin var fegin að fá kvöldgjöfina og vera inni í slagviðrinu Knús til ykkar
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey !!!!!!!!!!!!
Karlinn næstum spýtti blóði við það að hlaupa um þessi fjöll EINS OG BALLERÍNA á eftir Mána gamla þannig ekki gleyma KARLINUM því við vorum tveir . Ef það var einhvern tímann að ég vildi að ég hefði hætt að borða og reykja fyrir 10 árum þá var það þarna á þessari stundu og þessu augnabliki kl 11:52:03 upp í fjalli. Karlinn mundi sko vel eftir STELLU á þessu augnabliki .
Karlinn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:14
HEY HEY !!!!!!
Vildi bara láta vita að KARLINN var með í för þegar fjallið var smalað og lá við að KARLINN spýtti blóði og missi útlimi við þetta klifur. Hann hoppaði og hann skoppaði , skreið og valt, snéri sig á fæti og datt í gjótur, hóaði og öskraði því hann skildi ekki klífa þetta fjall aftur því að gamall hestur var með einhverja ditti. Akkurat þá stund kl 11:52:03 upp í fjalli á stórum steini með sígarettu hugsað Karlinn hve gott hefði verið að borða minna og reykja minna síðasliðin 10 ár. KARLINN er nefnilega dálítið vel Stellaður.
Karlinn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:26
Já, hvað kom til??? Hugsað einu sinni á æfinni og man líka klukkan hvað það var bara snilld
Fjölskyldan, 3.11.2008 kl. 18:33
Hehehhe mannstu svona vel eftir þessu að þú kommentaðir tvisvar
Fjölskyldan, 3.11.2008 kl. 21:05
Flottur litur á henni Perlu þinni, frábært að Ármann Stínumann hafi kennt henni lexíuna sína ;-) Get rétt ímyndað mér hve litskrúðugt stóðið ykkar er Allveg er það ekta þegar maður ætlar hestunum sínum að vera góðir að fara uppá kerru þá setja þeir í bremsu . . .allveg ekta. Ohh það er svo notalegt að vera búin að taka hrossin inn, hlutsa á þau kjammsa á tuggunni, hvaða hljóð er notalegra, hvað þá ef rignir úti?
Lilja Sig (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:56
Takk fyrir það Lilja mín. Ætli hún endi ekki alveg grá eins og mamma sín ;o) En þegar hún fæddist minnir mig að hún hafi verið bleikálótt. Og það þyrfti sko að gefa út slökunardisk með kjömmsu hljóði, hehhe
Fjölskyldan, 4.11.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.