9.12.2008 | 23:45
Dagur í heshúsinu
Fórum með krakkana í hesthúsið einn sunnudaginn. Það var ágætisveður en rosalega kalt þannig að reiðtúrinn varð bara stuttur
Húsbóndinn ákvað að þrífa hesthúsið á meðan frúin og krakkarnir skelltu sér á bak. Náðum nú ekki góðum myndum en ætla að setja samt eina inn af okkur í reið og svo eina af systkinunum sem voru bara samtaka á klárunum
Strákurinn á Nökkva og stelpan á Þránni. Nökkvi er að verða 12 vetra í vor, eins og strákurinn og Þráin verður 23 í vor og bara enn spræk með krakkana
Hér er svo mynd af okkur þremur
Náðum svo betri myndum inni í gerðinu þegar við komum til baka. Þegar við náum góðum myndum af þeim kem ég til með að setja fleiri inn.
Flottur hálfmáni á Þránni.
Var að reyna að ná góðri andlitsmynd af henni en gékk ekki, kemur á óvart, ha?
Svo er það hann Tangó Mózartsson.
Hann er fyrsta folaldið sem við fengum með Lýsu okkar. Hann er 4ra vetra og er aðeins búið að eiga við hann og verður svo haldið áfram með hann í vetur. Allur gangur laus.
Hér er svo hann Nökkvi sem við keyptum sl vor. Ástæðan fyrir kaupunum var að þegar Snússinn okkar var felldur sl haust, var ekki hestur til fyrir strákinn. Ekki var nú auðvelt að fylla skarð Snússa en hann Nökkvi er alger öðlingur, og soldill sérvitringur en honum og stráksa semur mjög vel. Annars getur hver sem er riðið Nökkva, þó hann sé klárgengur mjög, og brokkar nær eingöngu. En brokkið er mjúkt og fer vel með mann, en ég hef þó náð nokkrum töltsporum úr honum og sér maður til hvort það verður haldið áfram með það
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 23:10
Langt síðan síðast......
Ja, hérna hér, það er bara orðið langt síðan að maður hefur sest niður og bloggað
Ef mér telst rétt til væri ég alveg til í að fá 4 klst til viðbótar við sólarhringinn.
Við höfum nú verið dugleg að ríða út og og krakkarnir með. Það er alveg ómetanlegt að hafa tvo góða hesta sem hægt er að treysta fyrir gimsteinunum sínum og allir geti farið í útreiðartúr saman þá er samkomulagið bara miklu betra.
Verst að geta ekki skellt inn myndum af reiðmönnunum tveimur þar sem myrkrið skellur alltaf á svo snemma, en við erum þó heppin að hafa upplýstan reiðstíg sem hentar vel svona í fyrstu túrana á meðan verið er að koma hrossunum í form. Verð að muna eftir myndavél um helgina.
Á Sunnudaginn síðasta, átti ritarinn hér afmæli, sem væri ekki í frásögur færandi en fyrir það að ég var alveg alsæl með daginn Byrjuðum á því að fara og ná í hey til Ingu og Simma og tókum auðvitað myndir af litla stóðinu okkar sem kom hlaupandi til okkar um leið og þær glittu í okkur
Þær eru enn í góðum holdum enda kafbeit ennþá þarna.
Svo er ein góð af henni Rán
Og svo þær Tjörn og Vænting
Og síðast hún Lýsa sem er að byrja að fara í vetrarbúning
Svo lögðum við af stað í bæinn og brunuðum uppí hesthús. Þegar þangað var komið var þá ekki hún Jóhanna Kristín http://www.123.is/vedratta/page/11621/ komin með fylgdarliði með meiru enda að taka inn þá félaga Gutta frá Ásgarði og hann Safír. Þeim var bara dengt út í gerði og svo restin úr húsinu okkar. Engin læti í þeim félögum enda mjög kurteisir og vel upp aldnir og féllu bara vel inní hópinn hjá hinum
Svo var að koma rúllunum inn og brettu þá allir upp ermar og komust rúllurnar bara fljótt og vel inn enda ekki erfitt verk þegar margar hendur hjálpast að. Við fórum svo að moka og gefa og Jóhanna fór að skila hestakerunni og kom svo tilbaka. Við notuðum þá tækifærið til að bjóða henni á hestbak með okkur svona til að koma henni í gírinn enda ekki búið að járna hjá henni. Heimasætan fór á Þránni, húsbóndinn á Glæsi sínum, húsfreyjan á Rexinum og Jóhanna á Nökkva. Bara flott útreiðarveður og klárarnir frískir. Svo var sett inn og hlustað á besta og flottasta hljóð í heimi sem er þegar hrossin maula tugguna. Svo var drifið í heimförina enda ætlunin að elda góðan mat og slappa svo vel af
Mig langar líka til að benda ykkur hér á flott og hreyfingafalleg folöld sem eru til sölu hjá henni Maríönnu á Stórhól : http://album.123.is/?aid=120492
Um að gera að fara í gegn um albúmið þar sem skrifað er við myndirnar undan hverjum folöldin eru og svo hvort þau eru seld eða ekki.
Setningarnar hérna fyrir ofan eru alveg út og suður!! Vonandi að þetta lagist en bless þar til næst
Lífstíll | Breytt 15.12.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 01:25
Girðingavinna
Síðastliðinn laugardag fórum við fjölskyldan til Ingu og Simma til að fara yfir girðingar þar sem við ætluðum að setja Lýsu og hryssurnar í stærra stykki. Við komum þangað um hádegið og byrjuðum að fara af stað með Ingu á traktornum á undan okkur. Alltaf notalegt að koma þarna í elskulegheitin hjá þeim hjónum
Það þurfti að setja niður einn hornstaur sem Simmi kom með og var það auðvelt með traktornum. Svo var bara að ganga meðfram girðingunni. Krakkarnir fengu nú alveg víðáttubrjálæði og ruku niður í fjöru að leika og urðum við ekki vör við þau langa stund. Þarna munu hrossin okkar vera næsta sumar og hafa það gott. Alveg kafbeit og stór tjörn sem ekki þornaði í mestu þurrkunum í sumar. En svo er þarna líka drykkjarskál sem hægt er að tengja inn á vatnslögnina ef ske kynni að allt þornaði upp. Við dunduðum okkur þarna mest allan daginn og komum svo inn í kaffi á eftir. Skemmtilegt að vera svona í útivinnu og með duglegum krökkum sem alltaf gátu hjálpað eitthvað
Áður en við fórum inn í kaffi ákváðum við að taka nokkrar myndir af merunum ;o) á meðan birtan var. Perla mín komin uppá einn af hraundröngunum sem koma til með að mynda gott skjól í vetur.
Og Vænting ekki langt frá henni þar sem þær voru ekki alveg búnar að samlagast hinum sem höfðu komið hálfum mánuði áður.
Sáum við þær ekki alveg strax en þegar við gerðum það var alveg eins og þær hefðu stillt sér upp í fjölskyldumyndatöku Fremst liggur Tjörn, brún/grá, Lýsu-og Töfradóttir( Selfossi), fyrir ofan hana Rán, rauðtvístjörnótt, Lukku-og Karradóttir(Neðra-Seli), við hliðina á henni er Gná, jarpvindótta, Deplu-og Trymbilsdóttir(Akurey 1), Gríma, moldótta, kíkir yfir bakið á Gná , Gríma er Gyðju-og Trymbilsdóttir, Silfra, móvindótta, Drottningar-og Brekadóttir( Brúarreykjum), aftast er svo Lýsa okkar, leirljósa, Lóu-Blesu-og Asadóttir(Brimnesi). Fallegt faxið á þeim vindóttu, algjörar ljóskur. Silfra Gná. Gríma með grímuna yfir augun og Rán við hliðina á henni. Og krúttið hún Tjörn, sem virtist vera alveg nývöknuð, hehhe. Eftir kaffið fórum við aftur út og hleyptum þeim yfir í hitt stykkið. Vá hvað þær voru ánægðar þær héldu að nú væru þær gjörsamlega frjálsar og hlupu alveg eins og vitlausar niður allt túnið. Við drifum okkur í bæinn og byrjuðum á hesthúsinu að hleypa út liðinu þar. Erum komin með 7 hross inn og bíðum enn eftir einu henni Gæfu sem er að koma að norðan beint út tamningu. Það verður gaman að kynnast henni aftur og fara í útreiðatúra. Svo bíðum við bara eftir að leigjandinn komi nú inn með sín 2 hross og þá verðum við komin með fullt hús Hafið það sem allra best og vonandi fýkur nú ekki allt í burtu hjá ykkur í þessum ægilega vindi sem er búinn að blása í allt kvöld
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2008 | 01:14
Hrossafluttningar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.10.2008 | 22:47
Fjölskyldan í hestasporti ;o)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hestasport
Tenglar
Mínir tenglar
- Glófaxi frá Kópavogi Stóðhesturinn okkar
- Ransý í Ásgarði Amma Glófaxa og Völusteins
- Helga Skowronski Söðlasmiður og vinkona
- Lilja vinkona skemmtilegt blogg
- Kolla í Mánaskál Skemmtilegt blogg
- Maríanna á Stórhól Skemmtilegt blogg
- Jóhanna Kristín Leigjandinn í hesthúsinu ;o)
- Valgerður á Hrauni Skemmtilegt blogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar